A A A
31.03.2010 - 21:04 | BB.is

Ungir knapar komu saman

Knaparnir áttu góđan dag saman. Mynd: stormur.123.is.
Knaparnir áttu góđan dag saman. Mynd: stormur.123.is.
Hópur barna og unglinga frá hestamannafélögunum Stormi í Dýrafirði og Hendingu á Ísafirði komu saman á Söndum í Dýrafirði um helgina í fallegu veðri. Að því er fram kemur á vef Storms áttu ungu knaparnir saman skemmtilegan dag í reiðhöllinni og svo var farið í góðan útreiðartúr fram í Brekkudal í Dýrafirði. Í gömlu fjárréttinni var boðið upp á kakó og kökur, síðan var riðið heim að Söndum. Eftir útreiðartúrinn lá leiðin á Veitingarhornið á Þingeyri. Uppákoman var skipulögð af æskulýðsnefndum félaganna.
30.03.2010 - 22:29 | Tilkynning

Veistu hvađ? á skírdag

Spurningakeppnin hefst kl. 21:00 á skírdag
Spurningakeppnin hefst kl. 21:00 á skírdag
Spurningakeppnin Veistu hvað verður haldin í fjórða sinn á Veitingahorninu á skírdag. Keppnin hefst kl. 21:00 og spyrill verður Júlíus Arnarson. Það verður jafnframt hægt að panta pítsur milli 18 og 20 en Veitingahornið verður opið til miðnættis.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
30.03.2010 - 16:35 | BB.is

Ferđabóndi í útrás

Guđmundur Helgi Helgason á Núpi skellti sér til Seattle á dögunum til ađ sjá um ţorrablót fyrir 200 manns. Mynd: sveit.is.
Guđmundur Helgi Helgason á Núpi skellti sér til Seattle á dögunum til ađ sjá um ţorrablót fyrir 200 manns. Mynd: sveit.is.
Ferðaþjónustubóndinn Guðmundur Helgi Helgason á Hótel Núpi í Dýrafirði fór til Seattle um miðjan mars og hélt þorrablót fyrir um 200 manns. Þetta er í fjórða sinn sem Guðmundur Helgi Helgason heldur þorrablót fyrir Íslendinga í Seattle og var það fjölmennasta blót í fjölda ára að því er fram kemur á vef ferðaþjónustu bænda. Með í för var eiginkona Guðmundar, Vordís Baldursdóttir. „Við eigum ættingja í Seattle og það vantaði kokk á þorrablót svo við ákváðum að slá til," segir Guðmundur í samtali við bb.is fyrir stuttu er hann var spurður hvernig það hafi komið til að dýrfirskt hótel sjái um þorrablót vestanhafs. Þess má geta að ýmislegt er á döfinni á Hótel Núpi í Dýrafirði á næstunni, m.a. í tengslum við „Aldrei fór ég suður" á Ísafirði um páskana og málþing um umhverfisvæna Vestfirði þann 17. apríl.
26.03.2010 - 21:10 | BB.is

Eikin heldur áfram ađ blómgast

Ţrjár sýningar eru eftir á leikritinu Eikin ćttar minnar.
Ţrjár sýningar eru eftir á leikritinu Eikin ćttar minnar.
« 1 af 2 »
Fjórða sýning leikverksins Eikin ættar minnar fer fram á Þingeyri laugardagskvöld. Leikverkið tengist sögu Dýrafjarðar og fjallar um Ólaf Jónsson á Söndum í Dýrafirði sem var uppi á 16. öld. Þótti hann mjög merkur maður en Ólafur er eitt af fyrstu tónskáldum Íslandssögunnar og var meðal vinsælustu og virtustu skálda þjóðarinnar á sínum tíma. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem einnig sér um tónlistarflutning. Síðustu tvær sýningarnar fara síðan fram um páskana. Í tilefni af því að sýningin renni brátt sitt skeið verður hópum, tíu manna eða fleiri, boðið upp á magnafslátt. Nánari upplýsingar um það eru í síma 848 4055......
Meira
26.03.2010 - 21:01 | BB.is

Árni Ţór efstur í mottu-mars

Árni Ţór Helgason skartar ţessu glćsilega yfirvaraskeggi.
Árni Ţór Helgason skartar ţessu glćsilega yfirvaraskeggi.
Ísfirðingurinn Árni Þór Helgason varð efstur Vestfirðinga í mottukeppni Krabbameinsfélags Íslands en áheitasöfnun á netinu lauk í gær en hann safnaði alls 33.995 krónum. [Árni er ættaður frá Alviðru í Dýrafirði]. Átakinu lýkur formlega í kvöld með söfnunarþætti í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2. Þegar hafa safnast yfir 26 milljónir króna til stuðnings átakinu. Næst Árna kemst Ísfirðingurinn Guðni Ó. Guðnason en hann safnaði alls 30.990 krónum og var lengi efsti maður á blaði á Vestfjörðum. Í þriðja sæti endaði síðan Sigurjón Guðmundsson á Ísafirði en hann safnaði 15.995 krónum en ekki langt á eftir honum kom Bolvíkingurinn Egill Jónsson sem safnaði áheitum fyrir 15.500 krónur.
...
Meira
Jón Reynir Sigurđursson og Ţorbjörg Gunnarsdóttir ásamt leikskólabörnunum. Mynd: SFŢ
Jón Reynir Sigurđursson og Ţorbjörg Gunnarsdóttir ásamt leikskólabörnunum. Mynd: SFŢ
Dýrafjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn á dögunum frá Heilsuleikskólanum Laufási. Komu börnin færandi hendi, en þau höfðu fengið pening fyrir flöskur sem þau höfðu safnað í hreinsunarátaki umhverfis leikskólann, og með stuðningi heiman frá. Einnig komu þau með notuð föt í fatasöfnunina. Óskuðu þau eftir að peningurinn rynni til barna á Haiti. Þau höfðu verið að vinna með "Hjálpfús" verkefnið frá Rauða krossinum þar sem fjallað er um börn með mismunandi aðbúnað og mismunandi bakgrunn.
Þakkar Deildin börnunum kærlega fyrir komuna.
24.03.2010 - 22:16 | Tilkynning

Árshátíđ Grunnskólans á Ţingeyri á morgun

Frá leiksýningu Grunnskólans
Frá leiksýningu Grunnskólans
Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri verður haldin í Félagsheimilinu á morgun, fimmtudag. Tvær leiksýningar verða á árshátíðinni; sú fyrri er kl. 10:00 en þá munu jafnframt börn frá leikskólanum Laufási flytja söng- og dansatriði, og sú seinni er kl. 19:30.
Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir fullorðna.
Vonumst til að sjá sem flesta!
24.03.2010 - 11:27 | BB.is

Samingur um skólaakstur framlengdur

Dýrafjörđur
Dýrafjörđur
Meirihluti bæjarráðs Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gildandi samningur um skólaakstur í Dýrafirði verði framlengdur um eitt ár, með þeim fyrirvara, að samkomulag náist um lækkun kostnaðar. Á síðasta bæjarráðsfundi var rætt um endurskoðun á samningum um skólaakstur, útboð eða framlengingu samninga, þar sem tekið væri tillit til breytinga, sem orðið hafa m.a. á fjölda nemenda. Bæjarfulltrúinn Arna Lára Jónsdóttir lét bóka að hún teldi rétt að farið yrði í útboð á skólaakstri í Dýrafirði.
Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör