A A A
  • 1934 - Bjarni Kristjánsson
  • 1957 - Sigríđur Helgadóttir
  • 1987 - Leikskólinn Laufás
  • 1993 - Dagbjört Sćvarsdóttir
26.04.2011 - 23:10 | Tilkynning

Ný stjórn íbúasamtakanna Átaks

Dýrafjörđur
Dýrafjörđur
Á aðalfundi íbúasamtakanna Átaks, sem haldinn var 5. apríl s.l. var kjörin ný stjórn samtakanna. Hana skipa:

 

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, formaður
Signý Þöll Kristinsdóttir, ritari
Jóhanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri
Ólafur Skúlason, meðstjórnandi
Gunnar Gísli Sigurðsson, meðstjórnandi
Katrín Gunnarsdóttir, varamaður
Wouter Van Hoeymissen, varamaður.

 

Viljum við óska eftir að öll erindi sem taka á fyrir hjá samtökunum berist okkur skriflega og um leið nota tækifærið til að koma á framfæri tölvupóstfangi Átaks, ibuasamtokin.atak@gmail.com.

 

Þá viljum við þakka fyrri stjórn fyrir vel unnin störf.
Fyrir hönd íbúasamtakanna Átaks
Daðey

19.04.2011 - 21:44 | JÓH

Dagskrá um páskana

Ţingeyri 20.apríl 2011. Mynd: JÓH
Ţingeyri 20.apríl 2011. Mynd: JÓH
Það verður ýmislegt um að vera í Dýrafirði um páskana, sem og annars staðar í Ísafjarðarbæ. Dagskráin er sem hér segir en viðburðir eru einnig merktir inn á dagatalið hér til hliðar með nánari upplýsingum. Ef einhverja viðburði vantar má endilega senda póst á thingeyri@thingeyri.is svo hægt sé að bæta þeim við. Yfirlit um viðburði utan Dýrafjarðar má finna á www.skidavikan.is og www.aldrei.is.
* Uppfært 23.04.10 - Víkingar verða einnig með opið hús í dag, laugardag.

Fimmtudagur 21.apríl - skírdagur

14:00 - 18:00 Simbahöllin opin
20:00 - 24:00 Tónleikar með Pétri Ben í Simbahöllinni
21:00 - 24:00 Spurningakeppnin Veistu hvað á Veitingahorninu
21:00 Tónleikar með hljómsveitinni Grjóthrun í Félagsheimilinu

...
Meira
19.04.2011 - 20:06 | JÓH

Hlaupahátíđ í sumar

Á hlaupahátíđinni í fyrra var međal annars bođiđ upp á jóga. Mynd: JÓH
Á hlaupahátíđinni í fyrra var međal annars bođiđ upp á jóga. Mynd: JÓH
Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldin í þriðja sinn nú í sumar og fer fram dagana 15. - 17. júlí. Hátíðin varð til árið 2009 þegar Óshlíðarhlaup og Vestugötuhlaup fóru í fyrsta sinn fram á sömu helgi. Í fyrra bættust fjallahjólreiðar við hlaupahátíðina, og í ár verður boðið upp á nýja vegalengd í Vestugötuhlaupinu auk sjósunds og þríþrautar.

Nánari upplýsingar um hlaupahátíðina er að finna á nýjum vef hátíðarinnar, www.hlaupahatid.is en opnað verður fyrir skráningu á allra næstu dögum.
19.04.2011 - 01:01 | bb.is

Risu úr sćtum af hrifningu

Í lok tónleikanna. Mynd: TÍ.
Í lok tónleikanna. Mynd: TÍ.
Vortónleikar útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri voru haldnir undir lok síðustu viku í Þingeyrarkirkju. Dagskráin var einstaklega fjölbreytt, samleikur og samsöngur af ýmsu tagi, fimmtán tónlistaratriði en flytjendur voru 21 talsins á ýmsum aldri. Leikið var á hljómborð, píanó, blokkflautu, fiðlu, harmóníku, gítar, rafgítar og trommur auk söngs. Tónleikunum lauk með því að allir nemendurnir sameinuðust ásamt kennurunum sínum, þeim Kristu og Raivo Sildoja, í laginu sívinsæla „Mamma mia" við mikinn fögnuð áheyrenda sem risu úr sætum til að lýsa hrifningu sinni.

 

Skólastarfinu er ekki lokið þótt vortónleikarnir séu búnirog eru ýmis verkefni framundan eftir páska og í maí.

08.04.2011 - 09:50 | bb.is

Ný hestaleiga opnar á Ţingeyri í sumar

Wouter og Janne mun starfrćkja hestaleigu ásamt kaffihúsarekstrinum í Simbahöllinni
Wouter og Janne mun starfrćkja hestaleigu ásamt kaffihúsarekstrinum í Simbahöllinni
Ný hestaleiga verður opnuð í sumar að Söndum í Dýrafirði þar sem dýrfirskir hestamenn hafa um árabil haft aðstöðu fyrir hross sín. Stofnandi leigunnar er Wouter Van Hoeymissen, sem ásamt eiginkonu sinni, Janne Kristiensen, rekur kaffihúsið Simbahöllina á Þingeyri. „Alveg frá því að ég kom fyrst til Íslands hef ég haft mjög gaman af íslenska hestinum. Stuttu eftir að ég flutti til Þingeyrar keypti ég hesta og síðan þá hefur áhuginn vaxið og nú er ég farinn að reyna fyrir mér í tamningu og slíku. Þannig ég fór fljótlega að velta fyrir mér hvort ekki væri grundvöllur fyrir hestaleigu hér á svæðinu," segir Wouter sem búið hefur á Þingeyri í sex ár. „Það gafst þó ekki tími til þess að ráðast í verkið fyrr en nú, enda hafa síðustu ár farið í að gera upp Simbahöllina," segir Wouter....
Meira
Frá fyrri vortónleikum
Frá fyrri vortónleikum
Tónlistarnemar í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri halda vortónleika sína fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 18:00 í Þingeyrarkirkju. Á dagskránni er samspil áberandi og leika nemendurnir í litlum hópum en einnig leika allir saman í lok tónleikanna.  Dagskráin er mjög aðgengileg enda eru mörg laganna þekkt. Má þar nefna lög á borð við Hopelessly devoted to You, Sunset, Sunrise, Fernando, Mamma Mia, Alparós og svo mætti áfram telja. Ákveðið var að halda tónleikana í Þingeyrarkirkju í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári.
Það eru tónlistarhjónin Krista og Rivo Sildoja sem hafa alla umsjón með tónleikunum.
07.04.2011 - 11:28 | Tilkynning

Viltu rćkta ávaxtatré?

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi flytur fræðsluerindi um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður laugardaginn 7. maí í félagsheimilinu á Þingeyri (ef næg þátttaka fæst). Fræðsluerindið hefst kl 16:00 og aðgangseyrir er 2000 kr. - í seðlum. Áhugasamir þurfa að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á póstfangið: skjolskogar@skjolskogar.is
Skógræktarfélag Dýrafjarðar

06.04.2011 - 13:02 | Tilkynning

Ađalfundur Skógrćktarfélags Dýrafjarđar

Aðalfundur Skógræktarfélags Dýrafjarðar 2010 verður haldinn mánudaginn 11. apríl nk. kl. 20:30 í húsnæði Björgunarfélagsins Dýra. Á dagskrá er:
- Venjuleg aðalfundarstörf.

- Fræðsluerindi: Skógræktarskilyrði á Vestfjörðum, Sæmundur Þorvaldsson.

Eldri fćrslur
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör