07.05.2013 - 14:53 | BIB
Hljómsveitin Æfing gefur út hljómdisk með sögum af (Flat)eyrinni
Hljómsveitin Æfing hefur gefið út geisladisk sem segir sögur af eyrinni. Eiginlega má segja að diskurinn sé rafræn, stafræn og sungin útgáfa af sagnfræði Flateyrar, segir í kynningu frá útgefandanum: „Fjölbreytt lagaval er á disknum sem seiðir fram ótrúlegustu minningar um þorpsandann á Æfingatímanum. Hann var þróttmikill, hraði og spenna lágu í loftinu og vökvun sá um það sem á vantaði fyrir góð böll og partý. Steypuvinna, beitning, sjómennska, konur í Salnum og margt fleira verður ljóslifandi og jafnvel innan seilingar. En best að bulla ekki meira.“
Æfing verður með útgáfutónleika á stórasviði Samkomuhússins á Flateyri á hvítasunnunni, 18. og 19. maí, þannig að nú eiga allir gamlir og nýir Önfirðingar leið vestur. Hátíðin verður stórfengleg og óvíst að svona Hvítasunnugleði verði nokkru sinni haldin aftur á Íslandi, eiginlega alveg örugglega ekki.
Æfing verður með útgáfutónleika á stórasviði Samkomuhússins á Flateyri á hvítasunnunni, 18. og 19. maí, þannig að nú eiga allir gamlir og nýir Önfirðingar leið vestur. Hátíðin verður stórfengleg og óvíst að svona Hvítasunnugleði verði nokkru sinni haldin aftur á Íslandi, eiginlega alveg örugglega ekki.