A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
11.01.2014 - 00:36 | Tilkynning

Lína Langsokkur boðar til fundar á Þingeyri

Það byrjar vel árið hjá Leikdeild Höfrungs á Þingeyri því nú er að hefjast mikið ævintýri.  Leikritið um hina vinsælu Línu Langsokk verður sett upp í bænum. Að því tilefni verður boðað til fundar þriðjudaginn 14. janúar kl.20.30 í Björgunarsveitarhúsinu. Allir eru velkomnir á þennan kynningarfund og gaman væri að sjá sérstaklega þá sem langar að vera memm. Það þarf margt að gera og starfa til að setja upp eitt stykki leikrit. Því er óskað sérstaklega eftir fólki á öllum aldri til að taka þátt í uppfærslunni á Línu Langsokk. Óskað er eftir leikurum á öllum aldri, saumkonum og körlum, smiðum, sminkum, tæknifólki og já bara allskonar fólki.

Æfingar á Línu Langsokk hefjast laugardaginn 25. janúar á Þingeyri. Stefnt er að því að frumsýna leikinn í byrjun mars. Leikstjóri verður Elfar Logi Hannesson. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31