A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
06.02.2015 - 07:06 | Álitamál að vestan: - Hallgrímur Sveinsson skrifar

„Skrifiði viðhald á Þingeyrarflugvöll!“

Þingeyrarflugvöllur.
Þingeyrarflugvöllur.
« 1 af 2 »

Ísafjarðarflugvöllur er hættulegasti flugvöllur í heimi. Þingeyrarflugvöllur í Dýrafirði er aftur á móti nýbyggður. Flottasti flugvöllur á Vestfjörðum. Þó víðar væri leitað. Enda segja sumir að hann sé varavöllur fyrir Ísafjörð. Hreint aðflug. Samt lítið sem ekkert notaður vegna viðhaldsleysis. Líkt og Róbert á Siglufirði segir um þeirra völl.
Skýrt merki um hnignandi byggð á vonarvöl, þar sem íbúarnir hafa veitt fisk, unnið í fiski , borðað fisk og talað um fisk frá upphafi byggðar í landinu. 

Margir muna enn þingmanninn sem kom hingað vestur til að sækjast eftir endurkjöri. Hann spurði fólkið á einu krummaskuðanna hvað það væri sem helst vantaði. „Okkur vantar nú eiginlega flugvöll,“ heyrðist utan úr sal. „Skrifaðu flugvöll,“ skipaði þingmaðurinn ritara sínum. Nú er óhjákvæmilegt að þingmenn skipi stjórnsýslunni: „Skrifiði viðhald á Þingeyrarflugvöll!“

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31