Dugnaður og fórnarlund blessaðra kallanna í LÍÚ
Fjöldi útgerðarmanna, sem komust yfir togara á sínum tíma, þurftu ekki að hætta sínu eigin fé. Þeir fengu lánað nær til fulls fyrir kaupunum úr opinberum sjóðum og veðin voru aðeins í skipunum sjálfum. Útgerðarmenn höfðu því engu að tapa. Nokkrum árum síðar voru þessir sömu menn, sem ekki hættu eigin fjármagni nema að litlu leyti til kaupa á skipum, taldir sjálfsagðir handhafar, ef ekki eigendur kvótans þegar hann kom til sögunnar. Þá voru rökin þau að þeir hefðu með eigin dugnaði, fjármagni og fórnarlund dregið fiskinn úr sjó og fært hann á land áratugum saman!
Svo kvað Steingrímur Hermannsson.
Fyrir nokkru var þorskígildi á óveiddum fiski virt á 2,500,- kr. kílóið. Það þýðir að útgerðarmaður með bréf frá stjórnvöldum upp á 1000 tonna einkarétt, getur selt þau á tvö þúsund og fimm hundruð milljónir -2.500,000,000,- króna. Er eitthvert vit í þessu? En hvað er til ráða?
Hallgrímur Sveinsson