17.03.2015 - 22:42 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fær Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri. Segja má að hún sé óþreytandi að benda ráðamönnum á frumbyggjarétt fólksins hér fyrir vestan.
Og hún talar tæpitungulaust við útgerðaraðalinn:
Það er lífsnauðsynlegt að viðurkenna rétt fólksins í sjávarbyggðunum. Að menn fái að róa til fiskjar á mannsæmandi hátt. Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar.