25.05.2015 - 20:47 | skutull.is,BIB
Þjóðareign.is: Ríflega 38 þúsund búnir að skrifa undir
Ríflega 38 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til alþingis á síðunni þjóðareign.is um að hafna makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra.
Í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar segir að hún sé nú ein af þeim fjölmennustu sem hafi verið efnt til hér á landi. „Undirskriftasöfnunin er komin langt yfir 10% - mark kosningabærra manna, sem tillaga Stjórnlagaráðs gerði ráð fyrir sem nægjanlegum fjölda undirskrifta, sem þyrfti til að krefjast þjóðaratkvæðis um einstök þingmál.“
Bent er á að ríkissáttasemjari hafi látið hafa eftir sér að meðal þeirra atriða sem hafi leitt til hinna hörðu vinnudeilna sé vanþóknun launafólks á því hvernig hátti skiptingu arðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.
Í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar segir að hún sé nú ein af þeim fjölmennustu sem hafi verið efnt til hér á landi. „Undirskriftasöfnunin er komin langt yfir 10% - mark kosningabærra manna, sem tillaga Stjórnlagaráðs gerði ráð fyrir sem nægjanlegum fjölda undirskrifta, sem þyrfti til að krefjast þjóðaratkvæðis um einstök þingmál.“
Bent er á að ríkissáttasemjari hafi látið hafa eftir sér að meðal þeirra atriða sem hafi leitt til hinna hörðu vinnudeilna sé vanþóknun launafólks á því hvernig hátti skiptingu arðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.