A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
24.05.2015 - 09:27 | Hallgrímur Sveinsson

Í minningu Nonna rebba á Þingeyri

Komið með eggin heitir þessi mynd. Nonni rebb með skipsfélögum sínum. Þeir eru að koma úr eggjaleiðangri úr einhverju fuglabjarginu. Líklega á m/b Sléttanesi. Frá vinstir. Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogason, skipstjóri, Jón Þorsteinn Sigurðsson og Gunnar Steinarsson. Ljósm. úr fórum Davíðs Davíðssonar. Líklega tekin af föður hans Davíð H. Kristjánssyni.
Komið með eggin heitir þessi mynd. Nonni rebb með skipsfélögum sínum. Þeir eru að koma úr eggjaleiðangri úr einhverju fuglabjarginu. Líklega á m/b Sléttanesi. Frá vinstir. Pétur Jakobsson, Kristmundur Finnbogason, skipstjóri, Jón Þorsteinn Sigurðsson og Gunnar Steinarsson. Ljósm. úr fórum Davíðs Davíðssonar. Líklega tekin af föður hans Davíð H. Kristjánssyni.

Jón Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, sjómaður og veiðimaður, var til moldar borinn frá Þingeyrarkirkju á laugardaginn eð var. Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir jarðsöng. Jón refur, eins og hann var kallaður, var sérstakur karakter. Mun fárra slíkra að vænta héðan af.

   Nonni rebb var einn af afkomendum Sighvatar Borgfirðings. Þaðan munu sjálfsagt komin frásagnargenin sem hann hafði í ríkum mæli. Undirritaður hafði mikla ánægju af að spjalla við þennan lífsreynda og atorkusama mann. Heyra hann lýsa ýmsum þáttum úr ævi sinni með sínu sérstæða málfari og svara forvitnilegum spurningum hans. Aldrei talaði hann illa um nokkurn mann svo ég vissi. Frekar átti hann  það til að bera í bætifláka fyrir þá sem hallað var á.

   Jón var mikil refaskytta og kunni með byssur að fara. Nafnkunn er byssan hans hún Gamla Löng. Ef skot geigaði hjá Nonna, sem ekki kom oft fyrir, þá varð honum að orði: Þetta var ekki þér að kenna, Gamla Löng. Nú er þessi fræga byssa í heiðurssæti uppi á vegg hjá honum Sigga mínum. Svo sagði gamli maðurinn eitt sinn er ég spurði hann hvar þetta fræga vopn væri niðurkomið.  Þá var veiðimaðurinn sestur í helgan stein.

   Jón þekkti atferli rebba út og inn í náttúrunni. Eins og allir sannir veiðimenn bar hann virðingu fyrir bráðinni. Þar giltu ákveðnar reglur sem ekki mátti brjóta. Sagt er að gata nokkur á Mallorca sé skírð í höfuðið á Jóni Þorsteini Sigurðssyni. Heitir hún auðvitað Costa del Rebb. Seljum það ekki dýrara en við keyptum. Bíl sinn kallaði hann Rebba.

    Margar þjóðsögur, flestar sannar, hafa myndast í kringum Jón Þorstein. Hafa sumar birst á prenti. Aðrar ekki og þær eru margar. Er ekki hægt annað en láta nokkrar flakka hér á Þingeyrarvefnum til minningar um þennan skemmtilega og frásagnarglaða Dýrfirðing. Kemur sú fyrsta hér á eftir. En tungutakið er ekki lengur til staðar.  

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31