A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
27.07.2015 - 11:45 | Hallgrímur Sveinsson

Ætla Vestfirðingar að lúffa fyrir skógarkerflinum?

Skógarkerfill við Þingeyri. Ljósm.: H. S.
Skógarkerfill við Þingeyri. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að svokallaður skógarkerfill leggi Vestfirði undir sig meira og minna. Semsagt: Vestfirðingar láta sauðkindina en hreppa skógarkerfil!

   Hvert sem litið er þessa dagana sér maður skógarkerfilinn spretta upp eins og fífil í túni, að ógleymdri lúpínunni. Það er þó sök sér með hana. Lúpínan er talin víkja fyrir öðrum plöntum með tímanum, þar á meðal skógakerflinum. Þá er hún búin að undirbúa jarðveginn. Svo segja sérfræðingarnir. En skógarkerfillinn gleypir allt. Líka lúpínuna segja þeir, enda leynir það sér ekki. Heilu byggðarlögin eru nú sauðlaus hér vestra. Byggðirnar leggjast af hver af annarri, en við tekur skógarkerfill og lúpína. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Á Vísindavefnum segir svo:

Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?

Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og myndar gjarnan samfelldar breiður sem ekkert fær stöðvað. Jurtin er mjög frek og kraftmikil og stendur mörgum ógn af henni fyrir gróðurfar á Íslandi.

   Stundum er hægt að snúa dæminu við og breyta aðsteðjandi vanda í ný tækifæri til verðmætasköpunar. Skógarkerfill hefur verið rannsakaður af vísindamönum í Suður-Kóreu, Japan, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi og benda þessar rannsóknir til þess að jurtin hafi ýmis áhugaverð lífvirk efni sem kunna að skýra notkun og gagnsemi hennar sem lækningajurtar. Áformað er að rannsaka lífvirkni í skógarkerfli sem vex á Íslandi, einkum áhrif á fjölgun krabbameinsfruma. Jafnframt er ætlunin að einangra lífvirk efni sem finnast í jurtinni og kanna lífvirkni þessara efna. Kannað verður hvort grundvöllur er fyrir hagnýtingu á skógarkerfli í fæðubótarefni og í lyfjaþróun.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31