A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Vikuleg framvinda í viku 24 við gangagerð Dýrafjarðarganga
Vikuleg framvinda í viku 24 við gangagerð Dýrafjarðarganga
« 1 af 4 »

Í viku 24 voru grafnir 88,7 m í göngunum og er því heildarlengd ganganna nú 2.646,7 m eða 49,9 %. Í vikunni var sama stórstuðlaða basaltlagið á stafni allan tímann. Sprengingar hafa gengið vel og hefur efni verið keyrt beint í fláafleyg.

Haldið var áfram með Hrafnseyrarveg, moldarjarðvegur var tekinn undan og lagður á fyrirhugaða fláalínu neðan vegar og fyllt jafnóðum í vegkassa með sprengigrjóti úr göngum. Undir lok vikunnar var undirstöðum bráðabirgðarbrúar og burðarbitum á Hófsá komið fyrir.

Í Dýrafirði var haldið áfram með borun á presplitt flötum og sprengdar nokkrar færur, þar er jarðfræðin sem fyrr nokkuð fjölbreytt.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31