A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
31.07.2015 - 21:21 | bb.is,BIB

Hvergilandið þema keppninnar í ár

Umfang Sandkastalakeppninnar í Holti eykst ár frá ári og er keppnin nú haldin í nítjánda sinn.
Umfang Sandkastalakeppninnar í Holti eykst ár frá ári og er keppnin nú haldin í nítjánda sinn.
Umfang Sandkastalakeppninnar í Holti eykst ár frá ári og er keppnin nú haldin í nítjánda sinn. Færasta fagfólk landsins úr hönnunargeiranum skipar dómnefndina í ár auk heimamanna en vinningar eru að auki mjög veglegir. Einskis þátttökugjalds er krafist. „Þó við keppum að því að hafa umgjörðina sem glæsilegasta þá er það nú inntakið sem skiptir mestu máli, að ímyndunaraflið fái lausan tauminn í sandkastalagerðinni,“ segir einn skipuleggjendanna, Arnaldur Máni Finnsson. 

„Þemað í ár tengist þessu og gefur fólki færi á að sleppa fram af sér beislinu í fantasíunni því það er Hvergilandið, einhverskonar draumaland hugans, sem er þemað í ár. Það er aftur á móti aðeins í keppninni um Gumbann, sérverðlaun keppninar. Við verðum með stóru verðlaunin fyrir sigur í keppninni á sínum stað. Þau eru einfaldlega gefin fyrir besta verkið.“ 

„Dómnefndin í ár er skipuð handhafa Hönnunarverðlauna Íslands, Körnu Sigurðardóttur úr Designs from Nowhere verkefninu, en Hönnunarmiðstöð Íslands á sinn fulltrúa líka, einn færasti leikmyndahönnuður landsins verður einnig innanborðs og fulltrúar heimamanna og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þannig að það verða ýmis sérverðlaun, t.d. fyrir frumlegustu hönnunina og svona,“ bætir Arnaldur Máni við. 

Sandkastalakeppnin í Holti fer fram í Holtsfjöru í Önundarfirði á morgun, laugardaginn 1. ágúst og hefst kl. 14. Þátttakendur verða sjálfir að mæta með tæki og tól til sandkastalagerðarinnar en nóg verður af sandi fyrir alla. Verðlaun eru meðal annars kostuð af Landsbankanum, Hótel Núpi í Dýrafirði, kajakleigunni Grænhöfða, Vagninum og Bakkabúðinni á Flateyri, Perlum Fjarðarins og Bókabúð Jóns Eyjólfssonar, Tjöruhúsinu, Húsinu og Kaupmanninum á Ísafirði. 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31