31.07.2015 - 06:57 | skutull.is,BIB
Gönguhátíð í Súðavík og nágrenni á verslunarmannahelgi
Gönguhátíðin í Súðavík verður sett í dag, 30. júlí 2015, með ratleik og um kvöldið verður göngutúr um Súðavík með leiðsögn og kvöldganga á Kofra í leiðsögn Barða Ingibjartssonar. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreyttar göngu um vestfirskt landslag í fylgd heimamanna þar sem sagt verður frá örnefnum og sagðar sögur sem tengjast landinu á svæðinu fyrr og nú. Á hátíðinni er hægt að finna göngu fyrir alla fjölskylduna, enda sannkölluð fjölskylduhátíð.
Á laugardaginn verður fjölbreytt dagskrá með gönguferðum fyrir alla fjölskylduna. Á laugardagsmorgni verður gengið Sauratinda í leiðsögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur og einnig verður fjölskylduganga í Valagil í Seljalandsdal. Klukkan 11 verður lagt af stað í göngu um Álftafjarðarheiði, frá Seljalandi í Álftafirði yfir í Korpudal í Önundarfirði í leiðsögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Sigurðar Péturssonar. Á sunnudagsmorgun verður gengið um Folafót í leiðsögn Barða Ingibjartssonar og önnur ganga verður á tindinn Bardaga milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar í leiðsögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur. Á hádegi verður farið í selaskoðun í Hvítanesi þar sem Kristján Kristjánsson á Hvítanesi ætlar segja frá selum og lífinu á Hvítanesi.
Dagskránni lýkur á mánudag með morgungöngu á Kofra með Barða Ingibjartssyni. Dagskrá getur riðlast og breyst með veðri og vindum og ef aðstæður á fjöllum verða varasamar verður boðið upp á láglendisgöngur í staðinn. Það eru Súðavíkurhreppur, Göngufélag Súðavíkur og gönguhópurinn Vesen og vergangur sem standa fyrir gönguhelginni í Súðavík um verslunarmannahelgina, einsog fram kom hér á Skutli.is.
Dagskrána má sjá hér á heimasíðu Súðavíkurhrepps.
Á laugardaginn verður fjölbreytt dagskrá með gönguferðum fyrir alla fjölskylduna. Á laugardagsmorgni verður gengið Sauratinda í leiðsögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur og einnig verður fjölskylduganga í Valagil í Seljalandsdal. Klukkan 11 verður lagt af stað í göngu um Álftafjarðarheiði, frá Seljalandi í Álftafirði yfir í Korpudal í Önundarfirði í leiðsögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Sigurðar Péturssonar. Á sunnudagsmorgun verður gengið um Folafót í leiðsögn Barða Ingibjartssonar og önnur ganga verður á tindinn Bardaga milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar í leiðsögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur. Á hádegi verður farið í selaskoðun í Hvítanesi þar sem Kristján Kristjánsson á Hvítanesi ætlar segja frá selum og lífinu á Hvítanesi.
Dagskránni lýkur á mánudag með morgungöngu á Kofra með Barða Ingibjartssyni. Dagskrá getur riðlast og breyst með veðri og vindum og ef aðstæður á fjöllum verða varasamar verður boðið upp á láglendisgöngur í staðinn. Það eru Súðavíkurhreppur, Göngufélag Súðavíkur og gönguhópurinn Vesen og vergangur sem standa fyrir gönguhelginni í Súðavík um verslunarmannahelgina, einsog fram kom hér á Skutli.is.
Dagskrána má sjá hér á heimasíðu Súðavíkurhrepps.