A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.08.2015 - 20:54 | Hallgrímur Sveinsson

Ekki er það alveg eiðsvarið!

Svona líta berin út á Baulhúsum í dag. Falleg krækiber í lófa að sjá þegar myndavélin er búin að stækka þau svolítið! Ljósm.: H. S.
Svona líta berin út á Baulhúsum í dag. Falleg krækiber í lófa að sjá þegar myndavélin er búin að stækka þau svolítið! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Við vorum að segja frá Baulhúsalandi í Arnarfirði um daginn, en Baulhús voru landsfræg fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Það hefur verið minna um það seinni árin. Og nú segja berjasérfræðingar okkar að það verði bara engin ber í ár, hvorki krækiber né aðalbláber.

    Tíðindamaður Þingeyrarvefjarins var á ferð á norðurströnd Arnarfjarðar í gær í myndatökuleiðangri vegna væntanlegar bókar, sem á að vera leiðarlýsing á hringleiðinni um Vestfirsku Alpana. Ekkert stórvirki, en nauðsynlegt engu að síður. Þar virtist vera fátt um fína drætti þegar litið var yfir berjalandið fræga.  „Þetta er sviðin jörð Halli minn,“ eins og Rebbi gamli orðaði það svo skemmtilega forðum, þegar hann var að moka upp heilu tonnunum af berjum. Þegar við gáðum ofan í lyngið, var bara þó nokkuð af svörtum berjavísum á þúfunum vítt og breytt. Meðfylgjandi mynd sýnir það svart á hvítu.

 

Það er sem sagt ekki eiðsvarið að það geti orðið einhver uppskera alla vega á Baulhúsum, ef ekki koma næturfrost. Svo eru aðalbláberin alveg sér dæmi sem við fjöllum um síðar.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31