Í varðskipinu Óðni á Menningarnótt
Þingeyrarvefurinn leit við á Menningarnótt í Reykjavík nú um miðjan dag, laugardaginn 22. ágúst 2015.
Farið var í Sjóminjasafnið Víkina við Reykjavíkurhöfn. Opið skip var í varðskipinu Óðni hvar gamlir skipverjar þar um borð tóku á móti hinum fjölmörgum gestum og gangandi. Meðal þeirra var Pálmi Hlöðversson f.v. stýrimaður og skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Pálmi er tengdasonur Vestfjarða en kona hans er Guðmunda Helgadóttir frá Hvallátrum.
Í febrúar 1968 var Pálmi í lykilhlutverki við björgunarafrek skipshafnar Óðins í Ísafjarðardjúpi.
Það er rifjað hér upp:
Sjómannablaðið Víkingur 9 – 10 tölublað 1968
Fjórða febrúar s.l. gerði aftaka veður á Vestfjörðum. Fórust þá tvö skip við Ísafjarðardjúp, Heiðrún II frá Bolungarvík og tyogarinn Ross Cleveland. Þriðja skipið, togarinn Notts County,strandaði skammt frá Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi, og nokkrir togarar reyndu að halda sjó í ofsastormi og byl á Ísafjarðardjúpi.
Á þessum slóðum var þá varðskipið Óðinn. Fylgdust varðskipsmenn med skipunum eftir því sem hægt var, en áttu sjálfir í erfiðleikumvegna ísmyndunar á ratsjám skipsins.
Með Heiðrúnu II fórst öll áhöfnin og af Ross Cleveland bjargaðist aðeins 1 maður.
Óðinsmönnum tókst að finna hinn strandaða togara, Notts County, og bjarga áhöfn togarans yfir í Óðin.
Notuðu Óðinsmenn gúmbát til að flytja mennina á milli. Tveir stýrimenn Óðins, þeir Sigurjón Hannesson og Pálmi Hlöðversson fóru á bátnum frá Óðni gegnum brimgarðinn að togaranum og tókst giftusamlega að bjarga togaramönnum yfir í varðskipið. Sýnir þetta atvik í senn hugrekki, fórnfýsi og dugnað hinna ungu stýrimanna. Hafa þeir með þessu afreki sínu varpað Ijóma á nafn íslenzkra sjómanna.
Í tilefni þessa atburðar hafa Bretar í þakklætisskyni sýnt islendingum virðingu sína með því að heiðra skipherrann á Óðni, Sigurð Árnason, sem stjórnaði björguninni, og hina tvo ungu stýrimenn, sem framar öðrum lögðu lif sitt í hætfu við björgunina.
Heiðrunin fór fram um borð í Óðni 16. okt. s.l. (1968). Sendiherra Breta á Islandi, Halford-McLeod, afhenti heiðursmerkin. Þá hlaut skipið sjálft áletraða plötu, sem mun hanga um borð til minningar um þennan atburð".
Sigurður Árnason, skipherra, var sæmdur orðunni „The Insigna of an Officer of the Brijkish Empire," sem er æðsta viðurkenning, sem brezka heimsveldið veitir fyrir björgunarafrek. Mun þetta í fyrsta sinn sem útlendingur hlýtur þetta heiðursmerki.
Stýrimennirnir, Sigurjón og Pálmi, voru sæmdir orðunni „Sea Gallantry Meddl in gold."
Það er viðskipta- og siglingamálaráðuneytið, sem veitir þessa orðu og er eina orðan í Bretlandi, sem veitt er í gulli.
Við afhendingu heiðursmerkjanna voru eiginkonur yfirmannanna viðstaddar. Einnig voru viðstaddir athöfnina Brian Holt, sendiherra, Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar og nokkrir aðrir gestir.
Heimildir:
Sjómannablaðið Víkingur 9. – 10. tbl. 1968
Tímarit.is
Björn Ingi Bjarnason
Eyrarbakka