A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Sigurvegarar í 1. deild kvenna
Sigurvegarar í 1. deild kvenna
« 1 af 3 »
Dýrafjarðardagar fóru fram með pompi og prakt um helgina. Hátíðin var einkar vel sótt og mikið um dýrðir, enda dagskráin ekki af verri endanum og hæfði öllum aldurshópum. Þó sumarið í ár hafi farið heldur hægt af stað var veðrið með ágætum um helgina, ekki rigndi og sólin braust fram á sunnudaginn og yljaði Þingeyringum jafnt sem gestum.
Um helgina fór jafnframt fram þriðja stigamót sumarsins í strandblaki sem að venju var haldið af Íþróttafélaginu Höfrungi á Þingeyri sem státar af einum bestu strandblakvöllum landsins. Þátttakan á mótinu var mjög góð þar sem 21 lið var skráð til leiks, 13 kvennalið sem spiluðu í 2 deildum og 8 karlalið sem spiluðu í einni deild. Mótið hófst á föstudagskvöld og lauk á laugardagskvöld með fögnuði og skemmtun fyrir þátttakendur, en alls voru spilaðir 46 leikir á mótinu. Á vefsíðunni Strandblak.is er Þingeyrarmótið og skipuleggjendur þess lofaðir í hástert fyrir góðan og skemmtilegan anda sem jafnan má finna á mótunum sem haldin eru á Þingeyri „Það má segja að þetta mót hafi alltaf ákveðinn sjarma þar sem fólk mætir, grillar saman í lok dags og er eins og ein stór fjölskylda og því ber að fagna.“ Fréttina má lesa í heild sinni hér

Þingeyrarvefurinn óskar öllum skipuleggjendum Dýrafjarðardaga og Blakmótsins á Þingeyri til  hamingju með gott skipulag, metnað og einkar vel heppnaða viðburði um síðastliðna helgi! 


Fyrir áhugasama má sjá hér fyrir neðan úrslit leikjanna: 


1.deild kvenna:
1. sæti - Heiðbjört og Laufey
2. sæti - Anna María og Perla
3. sæti - Unnur og Sveinbjörg

2. deild kvenna:
1. sæti - Valdís og Katla
2. sæti - Lilja og Sigríður
3. sæti - Magdalena og Caroline


1. deild karla:
1. sæti - Emil og Janis
2. sæti - Karl og Benedikt
3. sæti - Egill og Valgeir

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31