02.07.2018 - 13:44 | Þingeyrarakademían
Frá Þingeyrarakademíunni: Velkomnir heim, strákar!
Þingeyrarakademían ályktaði svo á fundi sínum á föstudagsmorgun:
Þingeyrarkademían sendir knattspyrnulandsliðinu okkar og öllum sem því tengjast, ljúfar kveðjur að vestan með þakklæti fyrir frammistöðuna. Þið hafið unnið hug og hjörtu Íslendinga og vakið verðskuldaða athygli um heim allan fyrir framkomu ykkar og gjörvileik. Þið hafið verið til fyrirmyndar fyrir Íslands hönd. Verðlaunapeningar og bikarar skipta ekki öllu þegar upp er staðið. Íþróttamannsleg framkoma og virðing fyrir mótherjanum vegur þyngra. Þið hafið átt í fullu tré við aðrar þjóðir í íþrótt ykkar. Og hinir stóru geta ýmislegt af ykkur lært. Heilbrigð sál í hraustum líkama er mikils virði ásamt því að sýna sig og sjá aðra..