A A A
26.09.2015 - 10:16 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið

26. september 1915 - Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaður

Nær er Kristján níund, konungur Danmerkur og Íslands, framan við Stjórnarráðið í Reykjavík. Fjær er Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands þann 1. febrúar 1904. Ljósm.: BIB
Nær er Kristján níund, konungur Danmerkur og Íslands, framan við Stjórnarráðið í Reykjavík. Fjær er Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands þann 1. febrúar 1904. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Fyrir sléttum 100 árum þann 26. september 1915 var minnisvarði af Kristjáni konungi níunda afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda).

Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnarskrána 1874.

Kristján níundi var konungur 1863 - 1906

 

Blaðið Lögrétta sagði 31. janúar 1906:

Kristján konungur IX. hefur verið íslandi allra konunga bestur, enda ástsælastur konungur hjer á landi. Tvisvar hefur ísland fengið stjórnarbót á ríkisstjórnarárum hans, fyrst 1874 og síðar 1903, og oft hefur hann sýnt það, að hann var velviljaður íslandi, einkum eftir að hann kom hingað, á þúsundárahátíðinni 1874. Hann er hinn eini rikjandi konungur er stigið hefur hjer fæti á land.  



 

Morgunblaðið laugardagurinn 26. september 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31