Sigvaldi Kaldalóns til Þingeyrar
Nú á sunnudaginn mun Kómedíuleikhúsið sýna fertugasta og þriðja verk sitt, einleikinn um Sigvalda Kaldalóns, í Félagsheimilinu hér á Þingeyri. Einleikur þessi hefur fengið sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda sem áhorfenda og fær hann til að mynda þrjár og hálfa stjörnu frá leikdómssafni Þorgeirs Tryggvasonar.
Þetta er vestfirskt verk í alla staði, en Bílddælingurinn Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrir og höfundur verksins og leikari er Þingeyringurinn Elfar Logi Hannesson. Með honum á sviðinu er ísfirska tónlistar- og söngkonan Sunna Karen Einarsdóttir sem flytur margar af ástsælustu perlum Sigvalda. Leikmynd og búninga annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.
Sýningin hefst klukkan 15:00. Dýrfirðingar, komum saman í Félagsheimilinu okkar og eigum notalega stund saman.