A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
23.08.2016 - 07:07 | Vestfirska forlagið,bb.is

Hrútadómar - Enn eitt karlavígið fallið

Íslandsmeistarinn þuklar og dæmir hrút á mótinu á helginni.
Íslandsmeistarinn þuklar og dæmir hrút á mótinu á helginni.

Nýr Íslandsmeistari í hrútadómum var krýndur á Sauðfjársetri á Ströndum á helginni og var það jafnframt fyrsta konan sem vinnur þessa keppni. Sigurvegari og þar með Íslandsmeistari í hrútadómum er Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum í Tungusveit á Ströndum. Í öðru sæti varð Jón Jóhannsson úr Saurbæ í Dölum og jafnir í þriðja urðu Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík, Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi.

 

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigruðu mæðgurnar Íris Ingvarsdóttir, Fanney og Lóa, annar varð Halldór Már og í þriðja sæti voru Strandamennirnir og náttúrubarnateymið Ólöf Katrín Reynisdóttir, Marinó Helgi Sigurðsson og Þórey Dögg Ragnarsdóttir.

 

Jafnhliða hrútaþuklinu var dregið í líflambahappadrætti Sauðfjársetursins á hrútaþuklinu í gær. Vinningshafar voru allir á staðnum við útdráttinn að þessu sinni, en um 400 manns mættu á Íslandsmótið í hrútadómum. Elvar Stefánsson frá Bolungarvík vann kynbótahrút frá Mörtu og Magnúsi á Stað í Steingrímsfirði, Maríus Þorri Ólason úr Reykjavík vann kynbótahrút frá Guðbrandi á Smáhömrum, Óskar Torfason Drangsnesi fékk ásetningsgimbur frá Indriða á Skjaldfönn, Skagfirðingurinn Ólafur Sindrason vann forystulamb frá Gróustöðum. Loks urðu þau undur og stórmerki að Lára Hansdóttir á bænum Á á Skarðsströnd vann tvo vinninga, kynbótahrút frá Svanborgu og Karli á Kambi og gimbur frá Nicole og Guðjóni á Heydalsá.

 

Fleiri myndir af þessu skemmtilega móti má skoða hér


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31