10.11.2016 - 11:09 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,bb.is
Starfsleyfistillaga fyrir 4.000 tonna laxeldi í Dýrafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði. Arctic Sea Farm hf. er þegar með 2.000 tonna leyfi í Dýrafirði og er því að sækja um stækkun.
Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður Arctic Sea Farm heimilt að framleiða lax í kynslóðaskiptu eldi í sjókvíum á þremur svæðum í Dýrafirði: Haukadalsbót (2.000 tonn), við Gemlufall (2.000 tonn) og við Eyrarhlíð (2.000 tonn).
Eldið er að jafnaði á tveimur sjókvíaeldissvæðum í senn en eitt svæði hvílt milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5.janúar 2017.
Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður Arctic Sea Farm heimilt að framleiða lax í kynslóðaskiptu eldi í sjókvíum á þremur svæðum í Dýrafirði: Haukadalsbót (2.000 tonn), við Gemlufall (2.000 tonn) og við Eyrarhlíð (2.000 tonn).
Eldið er að jafnaði á tveimur sjókvíaeldissvæðum í senn en eitt svæði hvílt milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5.janúar 2017.