09.11.2016 - 13:39 | Vestfirska forlagið,Grunnskóli Þingeyrar,Erna Höskuldsdóttir
Grunnskólinn á Þingeyri: - Skólasáttmáli gegn einelti
Í gær, 8. nóvember 2016 á deginum sem helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu, skrifuðu nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri undir skólasáttmála gegn einelti.
Allir eru á eitt sáttir um að allir eigi skilið að líða vel og að einelti sé ógeð.
Formaður nemendaráðs, Kristján Eðvald, kynnti verkefnið með skólastjóra í öllum hópum í tilefni dagsins og minnti á mikilvægi þess að útrýma einelti úr skólanum okkar og hvatti til jákvæðra samskipta. Einnig var fjallað um málefnið í öllum hópum með umsjónarkennara í heimastofum.
Foreldrar fengu einnig senda í tölvupósti eineltisáætlun skólans og eru hvattir til að vera í góðum samskiptum við skólann til að fyrirbyggja einelti.
Meðfylgjandi mynd er af sáttmálanum.