A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
08.01.2017 - 07:07 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

„Vegir liggja til allra átta“

Jón Sigurðsson -bassi- tónlistarmaður.
Jón Sigurðsson -bassi- tónlistarmaður.
« 1 af 4 »

Þetta gullfallega og magnaða lag var valið af íslensku þjóðinni sem besta íslenska dægurlagið á síðustu öld.

Allir vita höfunda lags og texta en mörgum er það ekki ljóst að Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð og Dýrfirðingurinn Jón Sigurððson frá Söndum eiga stóra þætti í þessu magnaða ævintýri sem kvikmyndin „79 á stöðinni“ er og lagið frábæra „Vegir liggja til allra átta“

„Vegir liggja til allra átta (upphaflega „79 af stöðinni) er íslenskt dægurlag eftir Sigfús Halldórsson við texta eftir Indriða G. Þorsteinsson.

Lagið var samið fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni eftir samnefndri skáldsögu Indriða sem kom út 1955 og hafði notið mikilla vinsælda.

Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði,  þjóðleikhússtjóri,  tók fljótlega að skrifa kvikmyndahandrit eftir sögunni og íslenska fyrirtækið Edda Film stóð að gerð myndarinnar sem var leikstýrt af danska leikstjóranum Erik Balling.

Guðlaugur fékk Sigfús og Indriða til að semja lagið fyrir myndina. Samkvæmt Indriða hafði Guðlaugur fengið þá hugmynd að myndin yrði að hafa eftirminnilegt lag, líkt og myndirnar Casablanca og Brúin yfir Kwai. 

Dýrfirðingurinn Jón Sigurðsson -bassi- frá Söndum bak Sandafells í Dýrafirði, tónlistarmaður, útsetti lagið og í einu atriði hennar sést Ellý Vilhjálms syngja það á balli á Hótel Borg. Í laginu er langt gítarmillispil sem Ólafur Gaukur Þórhallsson lék og sumir segja vera fyrsta gítarsóló íslenskrar tónlistarsögu. Þá samdi Jón tónlistina í kvikmyndinni.

Lagið varð umsvifalaust gríðarlega vinsælt. Það kom út á smáskífu ásamt laginu „Lítill fugl 1963, ári eftir að kvikmyndin var frumsýnd, undir heitinu „79 af stöðinni, en í síðari útgáfum var nafninu breytt í „Vegir liggja til allra átta. Þetta var önnur plata Ellýjar.

Vegir liggja til allra átta

enginn ræður för

hugur leitar hljóðra nátta

er hlógu orð á vör

og laufsins græna á garðsins trjám

og gleðiþyts í blænum.

Þá voru hjörtun heit og ör

og hamingja í okkar bænum.

 

Vegir liggja til allra átta

á þeim verða skil

margra er þrautin þungra nátta

að þjást og finna til

og bíða þess að birti á ný

og bleikur morgun rísi.

Nú strýkur blærinn stafn og þil

stynjandi í garðsins hrisi.

Hér má heyra „Vegir liggja til allra átta“
https://www.youtube.com/watch?v=W6nEjeVz29M

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31