22.02.2017 - 12:32 | Dýrfirðingafélagið
Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins 12. mars n.k.
Nýtt starfsár Dýrfirðingafélagsins hefst með árlegum Kaffidegi félagsins sunnudaginn 12. mars 2017 í Fella- og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 14:00 er fyrst á dagskrá en sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Þeir sem vilja taka þátt í söngnum eru hvattir til að hafa samband við Ragnar Gunnarsson í síma 8614651, senda honum skilaboð, eða kynna sér æfingartíma á fésbókarsíðu félagsins.
Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Verð fyrir hlaðborðið er kr. 1500,- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn.
Kaffinefnd félagsins gegnir lykilhlutverki í skipulagi og undirbúningi Kaffidags en framlag allra þeirra sem eru tilbúnir að leggja til kökur eða brauðmeti er vel þegið. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Að þessu sinni verður fjármagn nýtt til kaupa á skjávarpa sem gera mun leikskólanum kleift að nýta sér fleiri möguleika i skólastarfinu, ýta undir fræðslu, sköpun og skemmtun á annan hátt en nú er mögulegt.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á Kaffidegi en vilja leggja málefninu lið er hægt að leggja inn á reikning Kaffisjóðs 0537-14-1001004; kt. 660875-0189.
Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Verð fyrir hlaðborðið er kr. 1500,- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn.
Kaffinefnd félagsins gegnir lykilhlutverki í skipulagi og undirbúningi Kaffidags en framlag allra þeirra sem eru tilbúnir að leggja til kökur eða brauðmeti er vel þegið. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Að þessu sinni verður fjármagn nýtt til kaupa á skjávarpa sem gera mun leikskólanum kleift að nýta sér fleiri möguleika i skólastarfinu, ýta undir fræðslu, sköpun og skemmtun á annan hátt en nú er mögulegt.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á Kaffidegi en vilja leggja málefninu lið er hægt að leggja inn á reikning Kaffisjóðs 0537-14-1001004; kt. 660875-0189.