04.04.2017 - 08:23 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Búnaðarfélag Auðkúluhrepps
Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: - Hvatning til ríkisstjórnar og Alþingis
Eftirfarandi brýning til Alþingis og ríkisstjórnar var samþykkt einróma á fundinum:
„Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps biður Alþingi og ríkisstjórn vinsamlegast að leiða hugann að eftirfarandi:
Er það ásættanlegt fyrir þjóðina, að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, sé algjörlega mannlaus eyðistaður a. m. k. 8 mánuði ársins?“