A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Langspil og íslensk fiðla eru einstök hljóðfæri sem finna má á fáum heimilum en njóta sívaxandi vinsælda. Nýjasta grein vefritsins Úr Vör fjallar um Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar á Þingeyri, en Jón er einn af fáum hljóðfærasmiðum á Íslandi sem smíðar langspil og íslenskar fiðlur. Hljóðfærasafnið byrjaði sem tilraunasmíði á stöku langspili að áeggjan kollega en eftir það fór boltinn að rúlla og í dag smíðar Jón langspil eftir pöntunum og heldur úti hljóðfærasafni með yfir 50 safnmunum.

Greinina um Hljóðfærasafnið má finna í vefritinu Úr Vör, en það er tímarit á vefnum sem fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni. Vefritið, sem hóf starfsemi sína 15. mars, kallar sig rólegan miðil og leggur metnað í vandaða umfjöllun, fallegar myndir og þægilegt viðmót. Aðstandendur vefritsins eru hjónin Aron Ingi Guðmundsson blaðamaður og Julie Gasiglia hönnuður, en þau reka lista- og samvinnurýmið Húsið á Patreksfirði. Vefritinu er ætlað varpa ljósi á hið frjóa og spennandi lista og menningarlíf sem kraumar um allt land. 



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31