A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
27.02.2016 - 20:22 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Kristján Jakobsson í Höfn

Höfn í Dýrafirði. Myndin er tekin á búskaparárum þeirra Kristjáns og Guðrúnar. Ljósm.: Ókunnur.
Höfn í Dýrafirði. Myndin er tekin á búskaparárum þeirra Kristjáns og Guðrúnar. Ljósm.: Ókunnur.

     Kristján Jakobsson, bóndi í Höfn, var einstakt snyrtimenni að öllu leyti. Hann var ágætur smiður. Mjög vel lagtækur maður á tré, smíðaði orf og hrífur. Og hann kunni að segja frá. Það var oft gaman að hlusta á hann Kristján. Hann hafði sérstakan frásagnarstíl sem ekki verður endurtekinn. Hann hafði ánægju af að segja gamansögur af náunganum, sérstaklega úr Mýrahreppnum, en þaðan var hann ættaður og ólst þar upp. Það er landlægt þar í sveit að segja gamansögur af nágrönnum sínum og virðist lifa enn í þeim glæðum. Kristjáni dugði ekki að segja frá þessum körlum og kerlingum, heldur lék hann persónurnar líka.

     Kristján ólst upp hjá barnlausum systkinum sem bjuggu lengi á Gili í Bakkaþorpi, Jóni Pálssyni og Margréti Pálsdóttur, sem gengu honum í foreldra stað. Jón mun hafa flutt með honum í Höfn, en um Margréti þori ég ekki að segja. Jón er jarðsettur í kirkjugarðinum í Hrauni og er leiði hans eitt af fáum sem ég þekki þar í garðinum. Ástæðan fyrir því er sú, að það brást ekki að þær kæmu utan úr Höfn á hverju sumri, Guðrún, eiginkona Kristjáns eða Elín, systir hennar og dætur Kristjáns og Guðrúnar, til að hlú að leiðinu og gróðursetja blóm á því.   

(Úr viðtali við Guðmund Sören Magnússon, Mannlíf og saga, 7. hefti) 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31