03.03.2016 - 10:24 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Komið að luktum dyrum
Örlögin spá engu góðu
andinn stendur kyrr.
Áður fyrr mér ávallt stóðu
opnar þessar dyr.
Elías Mikael Vagn Þórarinsson frá Hrauni, hirðskáld Dýrfirðinga, orkti er hann kom að luktum dyrum í Höfn vorið 1943, eftir að Kristján Jakobsson og fjölskylda fluttu þaðan alfarin til Þingeyrar.
(Mannlíf og saga, 2. hefti. Sögn Elísar Kjaran) Sjá frásögn hér neðst á síðunni.