Aðeins úr bókinni -Þorp verður til á Flateyri- eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, unnið upp úr bréfasöfnum
Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og önnur þorp við sjávarsíðuna allt í kring um landið voru fiskveiðar og vinnsla aflans sá atvinnugrunnur sem gerði búsetu „á mölinni“ eftirsóknarverða fyrir þá sem voru að koma undir sig fótunum, eins og sagt er.
Á Flateyri hafa nú um 100 ára skeið verið geymd bréfasöfn Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar og Guðrúnar Torfadópttur. Þeim verður fundinn staður í opinberu safni, enda fyrir löngu kominn tími til. Bréfasöfnin tvö munu þá hverfa burtu af eyrinni þar sem þau hafa legið í ferðakofforti og kommóðuskúffu frá árinu 1913. Fyrir nokkrum árum fór sú löngun að láta á sér kræla hjá mér að gaman væri að gera þeim einhver skil áður en þau færu á betri geymslustað. Þannig vissu fleiri af þeim en heimilisfólkið á heimilinu þar sem þau hafa verið allan þennan tíma.
...Meira