A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
05.11.2019 - 13:15 | Vestfirska forlagið

Vestfirska forlagið hefur gefið út yfir 400 bækur á 25 árum

Þau listahjón í Garðaríki á Ísafirði, Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson, hafa séð um umbrot og alla prentvinnslu við umræddar sex bækur. Hafa þau lagt Vestfirska forlaginu lið í mörg herrans ár. Ljósm. H. S.
Þau listahjón í Garðaríki á Ísafirði, Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson, hafa séð um umbrot og alla prentvinnslu við umræddar sex bækur. Hafa þau lagt Vestfirska forlaginu lið í mörg herrans ár. Ljósm. H. S.

Vestfirska forlagið, sem stofnað var á Hrafnseyri fyrir 25 árum, hefur nú gefið út yfir 400 bækur án þess að nokkur maður hafi tekið eftir því! Flestar fjalla þær um Vestfirði og það merkilega fólk sem þar hefur búið í tímans rás. Kennir þar margra grasa. Sumir myndu nú telja að nóg væri komið. Forlagið við yzta haf lýsti því yfir fyrir nokkru að það væri hætt að gefa út bækur. Samt eru sex Vestfjarðabækur að renna út úr prentvélunum hjá Leturprenti og Ísafoldarprentsmiðju þessa dagana. Þetta er náttúrlega bilun!

Jæja, hvað sem því líður, eru nýju bækurnar þessar:


Þorp verður til á Flateyri 3. bók

Höfundur: Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir

Myndskreytingar: Freydís Kristjánsdóttir og Ómar Smári Kristinsson

Með 3. bókinni um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heimaslóð í árdaga byggðar þar og fram á 20. öld. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, var grundvöllur byggðar á Flateyri fiskveiðar, vinnsla aflans og þjónusta við sveitirnar. Hér er saman komið mikið og gott efni úr þeirri sögu.


Þegar afi hætti við að deyja - Tóti og töfratúkallinn

Höfundur: Ásgeir Hvítaskáld

Myndskreyting: Nina Ivanova

Sagan af Tóta litla er skrifuð til að vekja fólk til umhugsunar um líf okkar á jörðinni sem er ekki lengur sjálfgefið. Þetta er svokölluð barnabók. Hún er fyrir alla, unga sem gamla, líkt og allar góðar barnabækur!Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins.


Hjólabókin 6. bók Skaftafellssýslur - Dagleiðir í hring á hjóli

Höfundur: Ómar Smári Kristinsson

Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnarklassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlegahelmingur af landinu í hjólabækur.Í þeim er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum,sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Lokamá hringnum á einum degi. Hagnýtar upplýsingar umhverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi. Gott ef ekki í öllum heimi!


Er það hafið eða fjöllin? - Um Flateyri og fólkið þar

Höfundur: Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Hvers vegna tengir fólk sig við ákveðna staði og heldurtryggð við þá? Hvers vegna flokkum við okkur og aðra eftir stöðum? Og hvers vegna býr fólk á Flateyri? Í meistararitgerð sinni í þjóðfræði ákvað Sæbjörg Freyja að velja Flateyri og líf fólks þar sem viðfangsefni. Umfjöllun hennar er mjög athyglisverð og sérlega skemmtileg með mörgum myndum. Vestfirska forlagið gerir það ekki endasleppt við Flateyri núna!


Gamanmál að vestan - Auðkúluhreppur

Hallgrímur Sveinsson tók saman.

Nú vendum við okkar kvæði í kross og komum meðgamanmál eftir hreppum hér vestra. Byrjum auðvitað íAuðkúluhreppi, sem er að verða aðal hreppurinn hérna vestra eins og margir vita. Margt hefur þetta birst einhverntímaáður í bókum forlagsins eða fjölmiðlum. En það er ekkertverra fyrir það!Mörgum finnst léttleiki tilverunnar nauðsynlegurmeð allri alvörunni sem nóg er af. Gamansemi er lífsnauðsynlegöðru hvoru.


Vestfirðingar til sjós og lands 3. bók - Gaman og alvara að vestan

Hallgrímur Sveinsson tók saman.

Ritröð þessari er ætlað að vekja áhuga á Vestfjörðum ogVestfirðingum almennt fyrr og síðar, í gamni og alvöru.Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannskibara af hugsjón, en ekki til að græða peninga.

 

Vestfirska forlagið




« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30