A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Bókin Húsið - ljósbrot frá Ísafirði er eftir Hörpu Jónsdóttur
Bókin Húsið - ljósbrot frá Ísafirði er eftir Hörpu Jónsdóttur
Fyrstu kynni
Um leið og ég kem inn finn ég að þetta er húsið mitt.
Lofthæðin, brattur stiginn, panellinn á ganginum, rósetturnar í stofunni og vingjarnleg lyktin bjóða mig velkomna.
Úrtölur hrífa ekki á mig. Húsið stendur við umferðargötu, það þarf að laga margt að innan og garðurinn er opinn fyrir vindstrengjum úr báðum áttum. Og svo er húsið virkilega stórt.
En það er mitt. Frá fyrsta degi.

 

Viðhald
Hann er hálfnaður með girðinguna. Blaut málningin glampar í sólinni, limgerðið er þráðbeint og kurteis blóm standa í snyrtilegum kerjum hér og þar.
,,Þið voruð að kaupa" segir hann. ,,Það er gamalt hús".
Hann horfir framhjá okkur góða stund.
,,Það eruð ekki þið sem eigið húsið. Húsið á ykkur."

 

Ganga
Flesta daga ganga yngri dóttirin og faðir hennar saman í leikskólann. Oftast sömu leið, fram hjá kirkjunni og eftir moldarstígnum meðfram kirkjugarðinum. Stúlkunni er ekki alltaf vel við kirkjugarðinn í myrkri. Þá daga eru þau fljót á leiðinni. En stundum eru pollar og þá skiptir fólkið í garðinum engu máli og ferðin tekur langan tíma.

 

Útilega
Háaloftið er dularfullur staður.
Meðfram veggjunum eru útskot sem hægt er að skríða inn í ef maður þorir, þar er dimmt og stundum svolítið kalt. Það er líka hægt að loka hleranum yfir stiganum og þá verður loftið eins og einangraður heimur, aðskildur frá öðrum hlutum hússins.

 

Drengurinn býður stundum vinum sínum frá nágrannaþorpinu í útilegu á loftið. Þá sofa þau í svefnpokum, leika sér og horfa á sjónvarp og banna fullorðnum og sérstaklega yngri systkinum aðgang.
Hláturinn heyrist næstum niður í kjallara.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31