A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.01.2018 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þurfa að gera betur í markaðsmálum bænda

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
« 1 af 2 »

 Fundað um lambakjöt á Hellu á laugardag  Boðið í veislu

Markaðsmál sauðfjár­bænda verða í brenni­depli á fundi sem hald­inn verður í íþrótta­hús­inu á Hellu á morg­un, 6. janú­ar. Lamba­kjöt er verðmæt vara er yf­ir­skrift fund­ar­ins sem Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, stend­ur að en marg­ir eru með í mál­inu, svo sem bænd­ur í héraði, IKEA, Kjöt­komp­aníið og Markaðsráð kinda­kjöts. „Við þurf­um að nálg­ast mál­in af bjart­sýni því ef rétt er á mál­um haldið eru mik­il tæki­færi í ís­lensk­um land­búnaði. En það má gera bet­ur á markaðinum, sam­an­ber að nú koma tvær millj­ón­ir ferðamanna til lands­ins á ári en sal­an á lamba­kjöt­inu eykst ekki. Ein­hversstaðar eru ónýtt tæki­færi,“ sagði Ásmund­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Efla ný­sköp­un

Vandi sauðfjár­bænda komst í frétt­irn­ar síðastliðið haust þegar slát­ur­leyf­is­haf­ar gáfu út að skerða þyrfti afurðaverð til bænda vegna mik­illa óseldra birgða. Rétt fyr­ir ára­mót samþykkti Alþingi til­lögu um að verja 665 millj­ón­um króna til að koma til móts við sauðfjár­bænd­ur, en stuðning­ur við hvern og einn bygg­ist á ýms­um for­send­um.

 

Hluti af aðgerðunum felst síðan í ný­sköp­un og vöruþróun. Í því efni seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son áhuga­vert að horfa til þess góða ár­ang­urs sem hafi náðst. Í versl­un IKEA í Garðabæ selj­ist nú til dæm­is lambaskank­ar og lok­ur með lamba­kjöti afar vel – og lambafita sé notuð tl þess að steikja klein­ur sem selj­ist vel. Þá sé Jón Örn Stef­áns­son í Kjöt­komp­aní­inu í Hafnar­f­irði að gera góða hlut og selji kótelett­ur sem seld­ar eru á 5.990 kr. kílóið. Þeir Ásmund­ur og Jón Örn muni segja frá þess­ari markaðssetn­ingu á Hellufund­in­um, sem sé mjög áhuga­vert mál.

 

Snert­ir alla bænd­ur

„Efni fund­ar­ins snert­ir alla bænd­ur, ekki bara þá sem eru með sauðfé held­ur líka þá sem eru með nauta- og svína­kjöt, kart­öfl­ur og græn­meti. Suður­landið er stærsta land­búnaðarsvæði lands­ins og hér eru mik­il­væg mál til um­fjöll­un­ar,“ seg­ir Ásmund­ur um fund­inn sem lýk­ur á því að öll­um er boðið í veislu. Því þarf fólk að skrá sig fyr­ir­fram á vefn­um bbl.is en þegar hafa 300 manns stimplað sig inn.



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31