31.05.2012 - 19:26 | JÓH
Travel Channel á Þingeyri
Síðastliðinn mánudag var tökulið frá bresku sjónvarpsstöðinni Travel Channel við upptökur á þættinum Ethical Hedonist á Þingeyri. Þátturinn fjallar um sjálfbæra ferðaþjónustu og því fara þáttastjórnendur um allan heim í leit að áhugaverðu efni. Víkingar höfðu reist tjöld á Víkingasvæðinu af þessu tilefni og sýndu sjónvarpsfólkinu meðal annars handverk sitt, spiluðu á hljóðfæri, börðu glóandi járn og skutu af bogum. Það var örlítill vindur í Dýrafirði þennan daginn og því var víkingaskipinu Vésteini einnig siglt inn fjörðinn fyrir sjónvarpsþáttinn. Þátturinn verður að öllum líkindum sýndur á Travel Channel í nóvember. Nokkar myndir frá deginum má sjá í albúminu.