26.06.2013 - 12:05 | JÓH
Vestfjarðavíkingurinn á Dýrafjarðardögum
Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins, fer að þessu sinni fram dagana 4. - 6. júlí. Víkingarnir etja kappi víða á Vestfjörðum og koma meðal annars við í Dýrafirði. Laugardaginn 6. júlí kl. 11:30 verða þeir við Hótel Núp og seinna sama dag á Víkingasvæðinu, eða kl. 15:30. Dagskrá Dýrafjarðardaga er að taka á sig lokamynd og verður birt á vefnum þegar nær dregur hátíðinni. Áhugasamir geta einnig fylgst með Dýrafjarðardögum á Facebook.