A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
24.06.2013 - 11:29 | EMT

Dýrafjarðardagar.

Dagskráin er öll að smella hjá þeim sem eru að skipuleggja Dýrafjarðardaga 2013. Dagskráin verður vonandi komin úr prentun fyrir næstu helgi. Meðal þess sem verður á dagskránni er "Lautarferð" í Skrúð, Harmonikkutónlist, víkingar, Go-kart, kajak, bílskúrstónleikar, hljómsveitin Ylja, dansleikur með hljómsveitinni Sólon, Svavar Knútur, tónleikar í kirkjunni með Ísabellu Leifsdóttir, lifandi músik í Hallargarðinum svo fátt eitt sé nefnt. Sölutjaldið og hoppukastalar verða einnig á sínum stað ásamt súpu í garði, kassbílarallý og kerruhlaupi. Einnig verður nýjung, en það er Bændadagur þar sem bændur kynna sína starfsemi og/eða landbúnað. Hlökkum til að rekast á ykkur á röltinu.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31