A A A
25.04.2015 - 11:37 | Vestfirska forlagið

Aðkomumaður

Gunnlaugur Finnsson.
Gunnlaugur Finnsson.

Gunnlaugur Finnsson á Hvilft í Önundarfirði var þingmaður Framsóknar á Vestfjörðum kjörtímabilið 1974-78.
Síðan var hann varaþingmaður næsta kjörtímabil á eftir og sat þá á þingi í tvo mánuði.

Einhverju sinni var Gunnlaugur staddur á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem þá var haldið á Akureyri. Leiddust honum brátt ræðuhöldin og þref manna á þinginu og fékk sér gönguferð um bæinn.

Eitthvað var hann þungt hugsi þegar ung stúlka vatt sér að honum og spurði kurteislega hvað klukkan væri.
Gunnlaugur svaraði:
Því miður ungfrú, ég veit það ekki. Ég er ókunnugur hérna.

 

Úr bókinni -Vestfirskir stjórnmálamamenn í blíðu og stríðu- sem kom út fyrir jólin 2014 hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30