A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar.

 

Uppsteypu á tæknirýmunum í göngunum var haldið áfram og á nú eingöngu eftir að steypa þakið á síðasta tæknirýminu. Einn af fimm tengibrunnum fyrir 132 kV jarðstreng Landsnets var steyptur og jarðvinna kláruð fyrir annan tengibrunn til viðbótar.

 

Nokkuð af efni var keyrt í veginn í göngunum. Byrjað var að grafa skurð fyrir ídráttarrörum sem eru fyrir stýristrengi og lágspennu í hægri vegöxl. Drenlagnir voru lagðar meðfram vegskálanum í Arnarfirði og lítillega fyllt að skálanum.

 

Lítillega var unnið í vegavinnu í Dýrafirði en vegavinnan þar mun nú að mestu fara í bið fram á næsta vor.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá steypumót fyrir tæknirými, uppsetningu á vatnsvörnum, jarðvinnu fyrir tengibrunn, fullsteyptan tengibrunn og heilklætt svæði í útskoti. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31