13.01.2020 - 14:23 |
Ófærð
Síðustu daga hefur hver krappa lægðin á fætur annarri farið yfir landið með tilheyrandi ofankomu og ófærð. Hér á vestfjörðum er í gildi appelsínugul viðvörun, helstu fjallvegir ófærir og snjófljóðaóvissustig er í gildi. Alls hafa 63 snjóflóð fallið á landinu öllu síðastliðna 10 daga, en af þeim hafa 49 fallið á norðanverðum Vestfjörðum. Útlit er fyrir versnandi veður með kvöldinu og fram eftir degi á morgun þriðjudag en einna mesti vindurinn og ofankoman í spánum er aðfaranótt mánudags og svo aftur á mánudagskvöld fram á þriðjudag.