A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Ályktun frá Þingeyrarakademíunni:  Björgunarsveitirnar eru okkur lífsnauðsynlegar!
Ályktun frá Þingeyrarakademíunni: Björgunarsveitirnar eru okkur lífsnauðsynlegar!

Þingeyrarakademían sendir öllum björgunarsveitum landsins og öðrum sjálfboðaliðum hugljúfar þakkar- og vinakveðjur. Vestfirðingar, sem sluppu að mestu að þessu sinni, þekkja það mjög vel hvað björgunarfólkið er okkur lífsnauðsynlegt. Það hefur sannast áþreifanlega síðustu daga vítt og breytt á Íslandi. Við getum alls ekki án þessa afreksfólks verið. Þess vegna verðum við að styðja það og styrkja með öllu mögulegu móti. Okkar vösku hjálparsveitir verða að hafa öll þau tæki og tól undir höndum sem þeim eru nauðsynleg til að geta veitt landsmönnum neyðarhjálp þegar vá steðjar að. 


Erlendir ferðamenn ættu ekki að vera undanskildir. Þeir lenda oft í lífshættu og vandræðum.
Það er löngu kominn tími til að þeir leggi sitt af mörkum til björgunarsveitanna. Þeir munu örugglega greiða smá skatt til þeirra með glöðu geði við komuna til landsins, ef málið er útskýrt fyrir þeim á laglegan hátt. 200 kr. á farseðil er engin fórn. En margt smátt gerir eitt stórt. 


Upp með björgunarsveitirnar!

   

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31