A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.04.2017 - 21:16 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Búnaðarfélag Auðkúluhrepps

Margt er sér til gamans gert: - Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps 2005

Við eldhúsborðið á Auðkúlu þar sem menn gerðu óspart að gamni sínu. Frá vinstri: Steinar R. Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, Hildigunnur Guðmundsdóttir, húsfreyja á Auðkúlu, Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu og Árni B. Erlingsson, stórbóndi á Laugabóli. Ljósm.: H. S.
Við eldhúsborðið á Auðkúlu þar sem menn gerðu óspart að gamni sínu. Frá vinstri: Steinar R. Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, Hildigunnur Guðmundsdóttir, húsfreyja á Auðkúlu, Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu og Árni B. Erlingsson, stórbóndi á Laugabóli. Ljósm.: H. S.

Eins og margir vita er beinlínis lífsnauðsynlegt að gera einstöku sinnum eitthvað  að gamni sínu. Þess vegna þykir okkur vel við hæfi að rifja hér upp nokkrar fréttir af léttara taginu. Við byrjum á vettvangi búnaðarfélaganna fyrir 12 árum í sveitinni fyrir vestan.

 

Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps var haldinn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2005.

   Fundarsókn var mjög góð, en um 80% félagsmanna sóttu fundinn. Formaður félagsins, Hreinn Þórðarson, bóndi að Aðkúlu, stjórnaði fundinum með harðri hendi, en búist hafði verið við átökum, sem þó ekki varð. Hagur félagsins stendur með blóma, allavega miðað við niðurstöðu efnahagsreiknings, en þó nokkuð margar krónur voru þar í plús. Formaður átti að ganga úr stjórn og var hann endurkjörinn með lófataki. Fyrir eru í stjórninni eiginkona Hreins, Hildigunnur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Sveinsson. Sannleikurinn er nú sá að það ætti eiginlega að vera löngu búið að reka hann úr félaginu, en hann hefur hótað því að ganga þá bara afturábak í félagið, ef af því verður. Og við það situr.

 

   Að loknum kosningum hófust umræður undir liðnum önnur mál eins og vani er í svona félögum. Og þar gat nú heldur betur að heyra að ýmislegt kraumar nú undir niðri í Auðkúluhreppi hinum forna og margt að ske. Skulu hér nefnd nokkur dæmi þess.

  1. Minkur, tófa og örn. Árni á Laugabóli taldi að þetta væri alveg vonlaust. Spurði hann hvort ekki væri réttast að láta bara Vegagerðina stjórna þeim málum. Hann sagði að minkurinn væri ægilegur. Hann grefur sig undir girðingar eins og að drekka vatn. Og svo flýgur örninn yfir og tófan gaggar uppi í hlíðinni.
  2. Steinar R. Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirjunar og biskupsritari Fellasóknar, flutti smá pistil um samgöngumál. Gaf hann það jafnvel í skyn og hafði eftir samgönguráðherra, að nú yrði líklega allt sett í bremsu og hraus mönnum hugur við því. Þá taldi hann að Ísfirðingar væru ekki alveg klárir á því að það væri jafn langt frá Mjólká á Ísafjörð eins og frá Ísafirði í Mjólká.
  3. Þá var rætt um kosningarnar í vor. Spurði Árni á Laugabóli  hvort það væri rétt að Vegagerðin ætti að sjá um þær að þessu sinni. Þessu gátu menn ekki svarað, en formanni falið að athuga málið.
  4. Hallgrímur spurðist fyrir um útflutning hrossa og hvort að það væri eitthvað upp úr því að hafa núna. Dæmdist það á Árna að verða fyrir svörum. Taldi hann að það væri ekki hægt að bóka neitt um það og var það ekki gert. Þó kom það fram, að taminn hestur sem kostaði 300,000,- kr. að temja, mundi ganga á svona 150,000,- kr. í U.S.A. Væri talinn mikill markaður þar fyrir slíka gripi, jafnvel svo tugum þúsunda skipti ef út í það væri farið. Taldi Árni að réttast væri að láta Vegagerðina stjórna þessum málum og var það samþykkt.
  5. Rætt var um orðið dívangormur, en það er fornt orð úr Mosdal, notað um þá sem eru langir og slánalegir og hlykkjast í göngulagi og vilja ekki gera það sem þeir eru beðnir um. Kom fram að um slíka menn hefði verið sagt:

               “Þú ert helvískur bölvaður dívangormur.”

  1. Mikið var rætt um fuglaflensuna. Var samþykkt að styðja þá tillögu

          formanns Skotveiðifélags Íslands að eingöngu yrðu skotnir ósýktir

          fuglar.

  1. Hallgrímur fór eitthvað að væla um að Vegagerðin hefði nú bara

          staðið sig nokkuð vel núna undanfarið. Til dæmis hefði

          Hrafnseyrarheiðin verið mokuð tvisvar um daginn án þess að Hreinn á

          Kúlu og Steinar í Mjólká hefðu haft hugmynd um. Árni á Laugabóli var

          fljótur að kveða hann í kútinn í málinu og taldi hann að hjá

          Vegagerðinni störfuðu tómir þið vitið.

  1. Fram kom að ekki væri rétt að segja að menn hefðu aldrei verið við

     kvenmann kenndir, þegar sögur væru sagðar. Það gæti valdið

     misskilningi. Verður nánar fjallað um það síðar á almennum

     félagsfundi.

  1. Þá kom fram að búið væri að fella niður flutningsjöfnun á sementi og

     að ekki væri hægt að senda símskeyti nema gefa upp

     kreditkortanúmer. Hildigunnur sagði frá því að sér hefði verið boðið

     að símskeytakostnaður hennar um daginn yrði settur á gíróseðil. Var

     talið að einkavæðingin riði ekki alltaf við einteyming hjá okkur. Áður

     var símskeytakostnaður bara einfaldlega settur á símanúmerið og þótti

     gott.

         Fleira var rætt á fundi þessum og verður nánar fjallað um það

     síðar hér á Þingeyrarvefnum.




« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31