A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
04.05.2015 - 07:37 | | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Gunnhildur B. Elíasdóttir

Handverksfólk í Dýrafirði

Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Gunnhildur B. Elíasdóttir.
« 1 af 2 »

Gunnhildur Björk Elíasdóttir frá Arnarnúpi - Hrauni í Keldudal

Með stofnun Koltru var upphaflega hugmyndin að reyna að fjölga atvinnutækifærum hér á Þingeyri og var Bergþóra Annasdóttir, sem bjó hér um nokkurra ára skeið, í starfshóp, sem myndaður var til þess að vinna að þessum málum, ásamt nokkrum öðrum vöskum konum.
Bergþóra fór fyrir starfshópnum og boðaði til funda þar sem alls konar hugmyndir voru ræddar um hvað væri vænlegast í stöðunni. Það var svo 4. desember 1993 sem boðað var til undirbúningsfundar í Félagsheimilinu og var góð mæting.

Eins og hjá öllum góðum félögum tók svo nokkurn tíma að vinna úr þessum fundi og hinn 15. desember 1994 var stofnfundur Handverksfélagsins Koltru haldinn, en þá hafði verið opin handverksverslun um sumarið og gengið bara vel.


Allar götur síðan hefur verið opin handverksverslun á Þingeyri yfir sumartímann og hefur það tekist með því að Ísafjarðarbær hefur styrkt starfsemina, á móti hefur handverkshópurinn rekið upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í handverksversluninni.

Mikill fjöldi ferðamanna kemur við í „búðinni“ hjá Koltru. Handverkið er fjölbreytt og vandað; prjónavörur,
glervörur, skartgripir, heimalitað ullargarn, saumaðar veggmyndir ofl. ofl. og er orðið þekkt víða um land.


Gunnhildur Björk Elíasdóttir frá Arnarnúpi - Hrauni í Keldudal



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31