Hvers vegna lögðust Hornstrandir í eyði?
Tekin var fyrir nýja bókin Hornstrandir og Jökulfirðir....
Meira
° Hér áður og fyrr er hrepparnir voru og hétu, var lögð mikil áhersla á grenjavinnslu og minkaleit. Og vei þeim oddvita sem ekki stóð almennilega að þeim málum. Hann var bara rekinn í næstu kosningum!
° Í Vestfirsku Ölpunum ganga nú minkur og tófa ljósum logum. Ekki sér högg á vatni þó varpbændur og búalið þeirra séu á ferðinni allan sólarhringinn, jafnvel gráir fyrir járnum. Hreinn hreppstjóri á Auðkúlu í Arnarfirði stendur vaktina allar nætur. Hann er búinn að ná í marga minka og refi í vor.
...
Fyrsta grein laga nr. 116 2006 um stjórn fiskveiða hljóðar svo:
„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
...Um þessar mundir eru liðin 70 ár síðan Helgi Hjörvar þýddi og las í beinni útsendingu í útvarpið söguna um Bör Börsson eftir norska skáldið Johan Falkberget. Þá tæmdust götur og allir sem vettlingi gátu valdið til sjávar og sveita hlustuðu á lestur hans og leik. Bör Börsson júníór og flest hans háttalag er klæðskerasaumað upp á okkur frændur hans hér á eyjunni. Það hefur oft sannast áþreifanlega frá því Helgi las og allt Ísland hlustaði. Er þar margt líkt með skyldum.
Einn af mörgum óborganlegum karakterum í sögunni er Óli bóndi Pétursson í Fitjakoti.
...