A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
25.04.2015 - 09:07 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Þorbjörg Gunnarsdóttir

Íþróttamiðstöðin og tjaldsvæðið á Þingeyri

Þorbjörg Gunnarsdóttir.
Þorbjörg Gunnarsdóttir.
« 1 af 2 »

Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri

 

Íþróttamiðstöðin á Þingeyri er glæsileg bygging, hún er sambyggð, íþróttahús og sundlaug.

Íþróttahúsið býður upp á keppnisvöll með áhorfendapöllum og tækjasal til þrekþjálfunar.

Í sundlaugarhúsinu er sundlaug, heitur nuddpottur og ný aðstaða að sunnanverðu til útiveru fyrir

sundgesti. Þá er einnig boðið upp á sólbekki og sánabað, og ekki má gleyma kaffiveitingunum á

sundlaugarbarminum, með glæsilegu útsýni út Dýrafjörðinn . Íþróttamiðstöðin var vígð 1997.

 

Fjölskyldur og aðrir hópar geta leigt íþróttasalinn og útbúið sína eigin leika að vild. Vestan við bygginguna er strandblaksvöllur, og þar utar er fótboltavöllurinn og frjálsíþróttasvæðið. Sjávarmegin við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæðið. Þar er aðstaða upp á það besta, snyrti- og þvottaaðstaða, þvottavél og þurrkari, uppþvottavaskur með heitu vatni og rafmagnstenglar til þjónustu fyrir gesti.

 

Þá hefur einnig verið útbúið svæði á milli íþróttamiðstöðvarinnar og frjálsíþróttasvæðisins, sem hentar mjög vel hópum t.d. fyrir ættarmót. Aðstaðan í dag er orðin eftirsótt til dvalar, u.þ.b. 1200 gestir nýttu sér og nutu aðstöðunnar á síðastliðnu sumri í tæpum 2000 gistinóttum.

 

Í mörg ár hefur það tíðkast að íbúar hafa mætt við íþróttamiðstöðina 17. júní og staðið að einhvers konar aðhlynningu svæðisins í kring, t.d. gróðursetningu runna, þá í samstarfi við Íþróttafélagið Höfrung og Skógræktarfélag Dýrafjarðar. Allt er unnið í sjálfboðavinnu og sýnir það vel hversu íbúum þykir vænt um þetta mannvirki.

Þorbjörg Gunnarsdóttir

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31