A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Fiskveiðar á Þingeyri
Fiskveiðar á Þingeyri
« 1 af 2 »
Sumarskóli um matvælaframleiðslu og loftslagsmál verður haldinn í Blábankanum á Þingeyri nú í september á vegum samtakanna Future Food Institute í samvinnu við FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þrír slíkir skólar fara fram í ár. Sá fyrsti var haldinn í New York undir yfirskriftinni borgir, annar var haldinn fyrir skemmstu í Tókíó með þemað sveitir og hafa Vestfirðir á Íslandi verið valdir sem staðsetning fyrir þriðja skólann, sem mun fjalla um hafið. Skólinn fer fram í Blábankanum á Þingeyri 1. – 7. september næstkomandi en þar er von á frumkvöðlum og áhrifafólki á sviði matvælaframleiðslu og loftslagsmála alls staðar að úr heiminum....
Meira
14.08.2019 - 08:00 | Hallgrímur Sveinsson

Krían er farin úr Arnarfirði

Kría
Kría

Krían blessuð, bæði hjónin, hefur nú kvatt okkur að sinni, alla vega í Arnarfirði í æðarvarpinu hjá Grelöðu Bjartmarsdóttur, jarls á Írlandi, sem þar býr búi sínu ásamt fleirum. Sama er hjá Hreini æðarbónda og hreppstjóra Þórðarsyni á Auðkúlu. Allar kríur farnar. Kríuvarpið gekk vel á umræddum slóðum í vor og fullt af ungum komust á legg. Að maður tali nú ekki um æðarvarpið: Það var bara heimsmet!  


   Hinn 18. ágúst er svokallaður kríudagur. Þá tekur þessi langföruli farfugl sig upp og flýgur alla leið til Suðurskautsins. Svo sögðu þeir gömlu hér fyrir vestan fyir nokkrum árum.


 
...
Meira
Vegavinna í Dýrafirði.
Vegavinna í Dýrafirði.
« 1 af 6 »

Í göngunum var klárað að leggja frárennslis-, dren- og ídráttarlagnir ásamt brunnum í hægri vegöxl frá gegnumbroti og að munna í Arnarfirði. Einnig var haldið áfram með niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl. Að auki var unnið við að koma fyrir tengibrunnum  fyrir rafmagn.


Vinnu við sprautusteypun í göngunum kláraðist 27. júlí og er allri vinnu við bergstyrkingar endanlega lokið í göngunum.

...
Meira
Fallegt er á Tjaldanesi. Þar tekur ekki sól af allan ársins hring. Hokinsdalur til vinstri, sem einnig hefur sinn sjarma. Ljósm. H. S.
Fallegt er á Tjaldanesi. Þar tekur ekki sól af allan ársins hring. Hokinsdalur til vinstri, sem einnig hefur sinn sjarma. Ljósm. H. S.
Alltaf er eitthvað að frétta úr Auðkúluhreppi þegar sumir aðrir hreppar eru kannski fjarri góðu gamni. Og nú er hreppsnefnd Auðkúluhrepps komin úr sumarfríi.
Hreppsnefndarmenn fóru þreyttir og með urg í fríið, eins og sagt var frá í fréttum um daginn, en komu samt þreyttari en með þokkalega geðheilsu til baka. Sumir „duttu í ðað“ svona eins og gengur. Svo sungu þeir glatt þegar þeir komu heim: „Hreppstjórinn er húfulaus og oddvitinn er ekki laus við rúmbu og rokk.“ Héldu svo fund á Tjaldanesi í gær kl. 16:00. Þar voru samþykktar þessar fínu ályktanir. Hér skulu nokkrar nefndar, en þær eiga sko skilið að komast í fjölmiðla:...
Meira
Fallegt er á Tjaldanesi. Þar tekur ekki sól af allan ársins hring. Hokinsdalur til vinstri, sem einnig hefur sinn sjarma. Ljósm. H. S.
Fallegt er á Tjaldanesi. Þar tekur ekki sól af allan ársins hring. Hokinsdalur til vinstri, sem einnig hefur sinn sjarma. Ljósm. H. S.

Alltaf er eitthvað að frétta úr Auðkúluhreppi þegar sumir aðrir hreppar eru kannski fjarri góðu gamni. Og nú er hreppsnefnd Auðkúluhrepps komin úr sumarfríi.

Hreppsnefndarmenn fóru þreyttir og með urg í fríið, eins og sagt var frá í fréttum um daginn, en komu samt þreyttari en með þokkalega geðheilsu til baka. Sumir „duttu í ðað“ svona eins og gengur. Svo sungu þeir glatt þegar þeir komu heim: „Hreppstjórinn er húfulaus og oddvitinn er ekki laus við rúmbu og rokk.“ Héldu svo fund á Tjaldanesi í gær kl. 16,00. Þar voru samþykktar þessar fínu ályktanir. Hér skulu nokkrar nefndar, en þær eiga sko skilið að komast í fjölmiðla:

Samþykkt var með öllum atkvæðum að Auðkúluhreppur verði áfram á undan sinni framtíð eins og verið hefur.

Þá var samþykkt að greiða fyrir hlaupatófur 7,000,- kr. á skottið. Minkaskott 10,000,- kr. (Birt án ábyrgðar!) Síminn er þrjár stuttar (Það er sko gamli sveitasíminn!) Ef hann svarar ekki verða menn bara að reyna í gegnum Miðstöð, á útlensku Operator. 


Hver gleypir so manninn?

„Mannskepnan er nú loks að fatta að hún er á góðri leið með að fylla heimshöfin af plasti (þetta er svakalegt!) Fiskurinn gleypir svo plastið og maðurinn gleypir fiskinn. En hver ætli gleypi loks manninn? Nefndin óttast að það verði bara græðgin.“


Blátt bann við allri plastnotkun!

„Nefndin samþykkir að leggja blátt bann við allri plastnotkun í hreppnum frá og með 15. ágúst. Felur hún hreppstjóra að fara nú milli bæja og leggja hald á allt plast sem hann kemst höndum undir. Setja það svo undir lás og slá í þinghúsi hreppsins undir Auðkúlubökkum, en þar fór fram Kúlubardaginn mikli 1956 sem kunnugt er. Það var mesta fólkorusta á Vestfjörðum allt frá Flóabardaga.“

Plastverksmiðjunni lokað!

„Þá verði settur slagbrandur fyrir plastverksmiðju hreppsins, Plastic Union. com í Hokinsdal og útibúið í Gíslaskeri frá og með næstu áramótum. Var þess farið á leit við gamla sýslumanninn að hann setji innsigli á útidyrnar.“

Fleira gert sem verður ekki sagt frá opinberlega að svo stöddu. 

Fundi slitið.

Grelöð Bjartmarsdóttir, jarls á Írlandi.

               fundarritari

 


Afli báta  sem gerðir eru út frá Þingeyri í júlí 2019:

Dragnót - Handfæri Tonn Sjóferðir
Egill 246.063 21
Pálmi 9.131 12
Kalli Elínar 7.578 11
Viggó 6.735 10
Bára 6.503 7
Inba 4.772
Hulda 4.083 8
Matti Viktors 3.766 7
Rakel 3.284 9
Bibbi Jóns 2.500 6
Dýrfirðingur 1.081 1
Ölver 6.394 10   -   landar á Flateyri

 

Samkvæmt aflaskýrslu frá Fiskistofu.    

MEÐ BESTU KVEÐJU ÚR HAFARFIRÐI.  Fréttaritari.



Ólafur Steinþórsson frá Lambadal
Ólafur Steinþórsson frá Lambadal
Hrós dagsins fær Ólafur Steinþórsson frá Lambadal. Óli var sjómaður á ýmsum skipum frá Þingeyri, bóndi í Fremri-Hjarðardal lengi, ráðsmaður í Mjólká, svo er hann múrari og smiður, bæði á tré og járn, svo nokkuð sé nefnt. Maður hélt nú satt að segja að kallinn hefði verið á góðri leið með að drepa sig á múrverkinu í gamla daga, eins og fleiri af þeirri starfsstétt. Þeir hafa margir farið í bakinu og fleiru. En það var nú sem betur fer ekki. ...
Meira
22.07.2019 - 23:25 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Landráðamennirnir áttu að fara beint í Bláturn!

Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson
Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson
Þess er að minnast, að þegar Búrfellsvirkjun reis við Þjórsá og álverið í Straumsvík varð að veruleika, var Jóhann Hafstein, iðnaðarráðherra, landráðamaður þeirra tíma nr. 1. Árum saman var sá góði maður og samstarfsmenn hans úthrópaðir af vissum þjóðfélagsöflum. Jóhann Hafstein og landhlauparar hans voru ekki í húsum hæfir. Eiginlega hefði átt að senda þá og marga aðra frumherja í rafvæðingu landsins beint í Bláturn, ef hann hefði verið opinn! En allir vita að rafvæðingin umbylti samfélaginu til góðs og Búrfellsvirkjun hefur löngu sannað gildi sitt....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30