A A A
04.07.2019 - 08:00 | Grunnskóli Ţingeyrar

Atvinna í bođi í Grunnskólanum á Ţingeyri

Grunnskólinn á Þingeyri auglýsir um þessar mundir tvær lausar stöður fyrir komandi haust. Stöðurnar sem um ræðir eru staða íþróttakennara og umsjónakennara á elsta stigi. Í skólanum er rekið metnaðarfullt starf en þar eru nú 35 nemendur og skiptist skólinn í þrjú stig; yngsta, mið- og elsta stig.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2019 og skal umsóknum skilað til Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra á netfangið ernaho@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Allar nánari upplýsingar veitir Erna í síma 450-8370 eða í gegnum tölvupóst. 

Auglýsingarnar má nálgast hér ásamt yfirliti yfir aðrar lausar stöður hjá Ísafjarðarbæ. 


Veriđ ađ sprautusteypa á vegg í göngunum
Veriđ ađ sprautusteypa á vegg í göngunum
« 1 af 9 »
Í vikum 25 og 26 við vinnu Dýrafjarðarganga var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna í hægri vegöxl og er nú búið að leggja um 2.200 metra auk þess sem haldið var áfram með niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl og er búið að leggja um 1.200 m af henni. Vinna við lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti og að Arnarfirði kláraðist og byrjað á leggnum að Dýrafirði frá gegnumbroti. Þar eru styrkingar settar á báða veggi samtímis og í þekju ef nauðsyn þykir. Búið er að steypa um 250 m frá gegnumbroti og er minna en 1,5 km eftir. Búið er að setja bergbolta á um 900 m kafla frá gegnumbroti og því einungis eftir rúmlega 700 m út að munna í Dýrafirði. Haldið var áfram vinnu við að setja boltafestingar fyrir vatnsvörn í veggi og þekju. Nú er búið að bora fyrir rúmlega 10.400 boltum og setja rúmlega 5.800 bolta á sinn stað....
Meira
Dynjandi í Auđkúluhreppi, Perla Vestfjarđa, fer ekki fram hjá neinum vegfaranda á Vesturleiđ. Strompgljúfrafoss, öđru nafni Úđafoss, í forgrunni.
Dynjandi í Auđkúluhreppi, Perla Vestfjarđa, fer ekki fram hjá neinum vegfaranda á Vesturleiđ. Strompgljúfrafoss, öđru nafni Úđafoss, í forgrunni.
Nú er bókstaflega brjáluð umferð, eða þannig, á Vesturleið vestur frá Þingeyri og suðurúr, fram og til baka. Minnir á auglýsinguna Brjálað að gera. Eftir nokkuð nákvæma athugun má gera ráð fyrir að 70-80% vegfarenda á þessum malarvegi síðustu vikur séu erlendir ferðamenn á litlum leigubílum. Sem sumir eru undir stýri í fyrsta eða annað sinn á ævinni! Merkilegt. Þeir skera sig úr frá hinum íslensku ofurbílstjórum sem engu eira sumir. Sem betur fer eru þó flestir Íslendingar mjög elskulegir í umferðinni og vita hvar þeir eru staddir. En það er brjálað að gera í sumarfríinu hjá okkur sumum! Og júlí rétt að byrja, en þá fara Íslendingar í sumarfrí í hópum....
Meira
Á Íslandi er strandblak í örum vexti og eru nú um 40 strandblakvellir staðsettir víðsvegar um landið. Einn af bestu völlum 
landsins má finna á Þingeyri en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Hefð hefur skapast fyrir því að Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri haldi Stigamót 3 á strandblakvöllum Þingeyrar og er hluti af mótaröð Íslandsmeistarakeppninnar í strandblaki....
Meira
25.06.2019 - 14:11 | Hallgrímur Sveinsson

Formúlan

Hvađ myndu ţađ nú vera margir bílar sem mynda ţetta mikla rykský á veginum í Brekkudal í Dýrafirđi? Svar: Ađeins einn á 100 km hrađa. Og ćrin Móra er alveg steinhissa á hvernig menn láta! Ljósm. H. S.
Hvađ myndu ţađ nú vera margir bílar sem mynda ţetta mikla rykský á veginum í Brekkudal í Dýrafirđi? Svar: Ađeins einn á 100 km hrađa. Og ćrin Móra er alveg steinhissa á hvernig menn láta! Ljósm. H. S.
Um þetta leyti í fyrra fundu dýrfirskir spekingar loks upp formúluna að svokölluðum rykhraða á vegum með óbundnu slitlagi. 
Formúlan  er svona =A í öðru veldi +B í þriðja veldi = 50 km meðalhraði á klst. Þetta þykir náttúrlega dálítið sérstakt, en er samt sem áður staðreynd. 
Tökum sem dæmi bifreið sem ekur á 90 – 100 km hraða á vegi sem er skraufþurr af margra vikna þurrki. Hann sendir líklega út í andrúmsloftið nokkur kg af ryki á hvern ekinn km. Sem er náttúrlega ekkert annað en ofaníburður, sá fínasti úr veginum....
Meira
15.06.2019 - 13:38 |

Aflaskýrsla í maí

Fréttaritari vefsins í Hafnarfirði, Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu sendir aflaskýrslu frá maí:Handfæri
Kalli Elinar                   6.133 kg    10 róðrar
Pálmi                           5.397 -        7    -Matti Viktors                 5.644 -       9    -


Hulda                           4.602 -        4    -
Viggó                            3.066 -       5    -
Bára                                677  -       1   róður 

...
Meira
Veriđ ađ bora fyrir festingum fyrir vatnsvörn
Veriđ ađ bora fyrir festingum fyrir vatnsvörn
« 1 af 4 »

Eftir gegnumslátt í Dýrafjarðargöngum eru enn mörg verk eftir. Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 21 og 22 við vinnu Dýrafjarðarganga.


Í göngunum var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna í hægri vegöxl og er nú búið að leggja rúmlega 1000 metra. Vinna við lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti og að Arnarfirði er komin vel á veg og er eftir að setja bergbolta á tæplega 1 km kafla og eftir að sprautusteypa rúmlega 1 km. Byrjað var að merkja fyrir boltafestingum fyrir vatnsvörn og bora fyrir boltunum.  

 

Þéttidúk var komið fyrir á mótum gangamunna og vegskála beggja vegna. Vinna við uppsteypu á sökklum í vegskálanum Dýrafjarðarmegin hélt áfram og járnagrindinni fyrir fyrsta hluta í yfirbyggingunni var komið fyrir. Stefnt er að því að fyrsta hluti í yfirbyggingunni verði steyptur í næstu viku.

 

Haldið var áfram með vegagerð í Dýrafirði, aðallega var unnið við skeringar og niðursetningu á ræsum og er búið að setja niður rúmlega helming ræsa. Haldið var áfram með mölun á efni úr Nautahjalla sem verður notað í efri lög vegarins.

 

28.05.2019 - 18:23 | Hallgrímur Sveinsson

Hreppsnefnd Auđkúluhrepps farin í stutt sumarfrí

Bankastjóri Einkabanka Auđkúluhrepps staddur í Washington, höfuđborg USA, korteri fyrir hrun 2008. Hann og Einstein eru greinilega málkunnugir! Ljósm Ţ. E.
Bankastjóri Einkabanka Auđkúluhrepps staddur í Washington, höfuđborg USA, korteri fyrir hrun 2008. Hann og Einstein eru greinilega málkunnugir! Ljósm Ţ. E.

Urgur í hreppsnefndarmönnum


Hreppsnefnd Auðkúluhrepps er nú farin í snemmtekið sumarfrí. En það verður ekki langt því margt er á borði nefndarinnar. Eru það ýmis alvarleg og erfið mál. Bann liggur við því að hreppsnefndarmenn fari til útlanda núna. Oddvitinn segir að þeir geti bara verið heima hjá sér. Verið tiltækir ef á þarf að halda. Og notað símann eða Skype eða eitthvað eins og sænska stelpan Greta Thunberg.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31