A A A
  • 1931 - Kristķn Gunnarsdóttir
  • 1979 - Jón Sigmundsson
  • 1980 - Birna Pįlsdóttir
  • 1993 - Klara Alexandra Birgisdóttir
  • 1999 - Björn Ómar Egilsson
Frį Patreksfirši. Vesturbyggš skorar į samgöngurįšherra aš hvika ekki frį samžykktri samgöngustefnu Vestfjarša.
Frį Patreksfirši. Vesturbyggš skorar į samgöngurįšherra aš hvika ekki frį samžykktri samgöngustefnu Vestfjarša.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á samgönguráðherra að hvika ekki frá samþykktri samgöngustefnu Vestfirðinga sem samþykkt var að fylgja eftir á Fjórðungsþingi Vestfirðinga árið 1997 og hefur verið staðfest á öllum fjórðungsþingum síðan. Samgöngustefnan fól í sér að leggja heilsársveg um Djúp og Arnkötludal inn á þjóðveg nr. 1 og heilsársveg um Barðastrandasýslu inn á þjóðveg nr. 1. Opna síðan heilsársveg milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með göngum milli Dýrafjarðar og V-Barðastrandasýslu....
Meira
Grunnskólinn į Ķsafirši er fjölmennasti skóli Vestfjarša. Mynd: bb.is
Grunnskólinn į Ķsafirši er fjölmennasti skóli Vestfjarša. Mynd: bb.is
Nemendum við grunnskóla Ísafjarðarbæjar hefur fjölgar lítillega frá skólaárinu 2006-2007. Þá voru 615 nemendur við skólana en í vetur eru 620 nemendur skráðir. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru fjórir talsins, Grunnskólinn á Ísafirði er fjölmennastur með 505 nemendur, þá kemur Grunnskólinn á Þingeyri með 47 nemendur. 40 nemendur eru við Grunnskólann á Suðureyri og 28 við Grunnskóla Önundarfjarðar. Nemendum fækkar við Grunnskólann á Þingeyri sem nemur 15 nemendum. Þá fjölgar nemendum um 20 í Grunnskólanum á Ísafirði og um þrjá bæði á Suðureyri og í Önundarfirði.
04.09.2008 - 00:07 | bb.is

Kristinn H. vill Dżrafjaršargöng nęst

Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, vill ráðast í Dýrafjarðargöng eins og stendur til á næsta ári. Hann er ekki sammála því að seinka þeirri framkvæmd á kostnað ganga milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. „Það má sjálfsagt hugsa sér að ráðast í þessi jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og það hafa verið settar fram tvær útgáfur af því verkefni og ég tel að menn hljóti að skoða það næstu árum, en ég tel að það sé ekki næsta verkefni í jarðgöngum," segir Kristinn. Aðspurður hvenær hann telji að tengingu norður og suðursvæði Vestfjarða ljúki segir Kristinn....
Meira
Nśverandi byggšamerki Ķsafjaršarbęjar.
Nśverandi byggšamerki Ķsafjaršarbęjar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að vinna áfram að því að finna nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélagið. Þrátt fyrir opna samkeppni í vetur um nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélagið féllst dómsnefnd ekki á að nein tillaga uppfyllti kröfur nefndarinnar. Einhverjir hugmyndasmiðir hafa náð í sínar tillögur en ekki er hægt að senda þær til baka þar sem þær voru sendar til keppni undir dulnefni. Bæjarstjóri hefur því stungið upp á því að auglýsa að það megi ná í tillögurnar á bæjarskrifstofuna. „Það þarf að ljúka þessu máli fá nýtt byggðamerki", segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í bréfi til bæjarráðs þar sem hann leggur til að farið verði í samkeppni í samræmi við reglur um samkeppni um merki, en slíkar reglur hefur Félag íslenskra teiknara FÍT sett.
Frį mötuneyti SKG ķ Grunnskólanum į Ķsafirši. Mynd: bb.is
Frį mötuneyti SKG ķ Grunnskólanum į Ķsafirši. Mynd: bb.is
Gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum Ísafjarðarbæjar hefur hækkað talsvert frá síðasta skólaári. Í samningi Ísafjarðarbæjar við SKG veitingar er getið um að vísitöluhækka eigi samninginn einu sinni á ári samkvæmt vísitölu neysluverðs í ágúst. Undanfarin ár hefur niðurgreiðsla bæjarins einnig verið vísitöluhækkuð. Ef notast er við sömu forsendur og undanfarin ár er gjaldskrá mötuneytisins í Grunnskóla Ísafjarðar eftirfarandi: SKG verðið verður 540 krónur en niðurgreiðsla bæjarins verður 170 krónur á hverja máltíð þannig að stök máltíð til nemenda verður 370 krónur. Einn mánuður mun þá kosta 9.882 krónur ef gengið er út frá 18,6 dögum að jafnaði í mánuði. Haustönnin mun því kosta 24.087 krónur og vorönn 30.969 krónur....
Meira
Grunnskólinn į Žingeyri.
Grunnskólinn į Žingeyri.
„Starfið leggst alveg prýðilega í mig", segir Bogi Ragnarsson, nýr skólastjóri Gunnskólans á Þingeyri. „Starfsandinn er einstakur og maður finnur það strax að manni muni líða vel hér. Skólastarfið er í góðu horfi og því ekki annað að sjá en starfsemin muni ganga vel í vetur." Bogi tekur við af Ellerti Erni Erlingssyni sem sinnt hefur skólastjórastöðunni frá því í júlí 2003. Bogi hefur töluverða reynslu af kennslu, hefur kennt í grunnskólum í Kópavogi auk Fjölbrautaskóla Suðurlands og Háskóla Íslands. Hann er frá Reykjavík og er ættaður að austan en fyrir ættfræðiþyrsta má geta þess að hann getur rakið ættir sínar vestur....
Meira
28.08.2008 - 00:23 | bb.is

Varaš viš stormi į Vestfjöršum

Eins og sjį mį į mešfylgjandi śrkomuspį Vešustofunnar veršur mikil śrkoma og sterkur vindur meš morgninum.
Eins og sjį mį į mešfylgjandi śrkomuspį Vešustofunnar veršur mikil śrkoma og sterkur vindur meš morgninum.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið vestanvert í nótt og fyrramálið. Á Vestfjörðum er búist við norðaustan 18-23 m/s og talsverðri rigningu í fyrramálið, en hægari seint á morgun. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíku veðri: „Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru ætíð tilbúnar til að aðstoða fólk sem lendir í vandræðum vegna óveðurs. Hafa þær yfir að ráða sérstökum "óveðursbúnaði" sem nýtist í slíkum aðstæðum. Þurfi fólk á aðstoð þeirra að halda má hringja í Neyðarlínuna - 112 eftir hjálp....
Meira
28.08.2008 - 00:20 | bb.is

Tķmabundin fjölgun atvinnulausra

Orsökin fyrir fjölgun į skrį Vinnumįlastöšvunar yfir atvinnulausa į Vestfjöršum er vinnslustöšvun ķ fiskvinnslunni Vķsi į Žingeyri. Mynd: Mats.
Orsökin fyrir fjölgun į skrį Vinnumįlastöšvunar yfir atvinnulausa į Vestfjöršum er vinnslustöšvun ķ fiskvinnslunni Vķsi į Žingeyri. Mynd: Mats.
Tuttugu og fimm eru skráðir án atvinnu á Vestfjörðum, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og hefur þeim fjölgað nokkuð frá því í lok júlí er atvinnuleysi á Vestfjörðum mældist 0,1%. Auður Matthíasdóttir á Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hefur þó ekki áhyggjur og segir fjölgunina vera tímabundna. „Þetta stafar aðallega vegna langtíma vinnslustöðvunar hjá fiskvinnslunni Vísi á Þingeyri. Þeir ætla hins vegar að hefja starfsemi fljótlega á ný og þá verðum við með lága tölu aftur." Auður segir atvinnuástandið vera mjög gott á Vestfjörðum en eins og fram hefur komið var atvinnuleysi í júlí lægsta hlutfall af áætluðum mannafla á Vestfjörðum síðan í maí 1991 samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun....
Meira
Eldri fęrslur
« Jślķ »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31