A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
15.12.2009 - 11:08 | BB.is

Dýrfirsk veisla styrkt af NMÍ

Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði.
Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði.
Nýsköpunarmiðstöð hefur veitt einkahlutafélaginu Sveitasælu 500.000 króna styrk til þróunar á verkefninu „Dýrfirsk veisla." Verkefnið gengur út á það að koma upp sameiginlega vinnslueldhúsi fyrir bændur í Dýrafirði sem sameiginlega munu markaðssetja og selja sérstöðu dýrfiska lambakjötsins. Sveitasæla ehf sem er í eigu bræðranna Sigurðar Arnfjörð og Guðmundar Helga Helgasona og rekur Hótel Núp í Dýrafirði. Verkefnið er nú þegar unnið í samstarfi við bændur í Hjarðardal í Dýrafirði og til stendur að fá fleiri bændur með í verkefnið þegar það er komið frekar af stað. „Með vinnslu eigum við að úrbeina og reykja framparta, hvað aðra parta skrokksins þ.e. læri og hrygg er hugmyndin að selja það í heilum einingum með upprunavottorði einnig mun upprunavottorðið fylgja hangikjötinu. Hvað slögin varðar er hugmyndin að laga kindakæfu eftir gamalli vestfirskri uppskrift frá fjölskyldu okkar og vera með á morgunverðarhlaðborði hótelsins ásamt rúllupylsu", segir í lýsingu á verkefninu.

Aðalmarkhópur fyrirtækisins eru gestir hótelsins en ætlunin er að aðalaðdráttarafl veitingastaðarins staðbundið hráefni með Dýrfirskt lambakjöt og sjávarafurðir í fararbroddi, en Hótel Núpur er stærsta hótel Vestfjarða þegar það er starfandi. Þá eru bræðurnir einnig í viðræðum við verslun á Ísafirði um að selja kjötið úr kjötborði auk sælkeraverslunarkeðju í Reykjavík. Þá er ætlunin einnig á netinu á Facebooksíðunni „Ég er að vestan". „Við höfum kynnt þetta á Facebooksíðunni og eru undirtektirnar mjög góðar", segir í greinargerð um verkefnið. Að auki sjá bræðurnir fyrir sér aðra veitingamenn á Vestfjörðum bjóða upp á vestfirskt lambakjöt sem þeirra geta verslað það af þeim. „Við erum þess fullvissir að það muni auka ferðamannastraum til B-Vestfjarða ef ferðamenn geti verið vissir um það að þeir geti gengið að staðbundnum mat sem vísum."

Bræðurnir telja samkeppnina ekki vera mikla og það sé markaður til staðar fyrir staðbundið lambakjöt með upprunavottorði. Til stendur að auglýsa aðstöðuna þegar hún er komin í gagnið og leyfa þar með öðrum að framleiða sínar vörur í eldhúsinu. Búið er að slátra 65 skrokkum frá Hjarðardal og eru þeir geymdir í frystigámi á Hótel Núp. Á hótelinu er gömul kjötvinnsla sem til stendur að nota í verkefnið, þar eru tæki til staðar sem þarf í slíkt eldhús en þó þarfnast rýmið töluverðra breytinga.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31