A A A
24.01.2020 - 13:20 | Vestfirđingafélagiđ

Úr fórum Vestfirska forlagsins: Mýrahreppur

Af því að veðrið er nú svona frekar örðugt þessar vikurnar, er vel viðeigandi að reyna að halda uppi húmornum. Á það nú reyndar við í hvaða veðri sem er, en skjaldan eins og nú. 


Snillingurinn Þórarinn á Höfða og stærðfræðin


Það var hérna á árunum þegar héraðsskóli var starfræktur á Núpi í Mýrahreppi í Dýrafirði. Þá bar svo við einn góðan veðurdag á snjóþungum vetri, að Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða, átti leið út að Núpi að heimsækja Þóru dóttur sína, núverandi prestsfrú í Kópavogi. 

   Guðmundur Steinþórsson, bóndi í Lambadal og næsti nágranni Þórarins, sagði frá því í pottinum á Þingeyri um daginn, að Þórarinn hafi hitt að máli Valdimar Gíslason á Mýrum, kennara að Núpi, við þetta tækifæri.

   Spurði hann hvernig stelpunni gengi með námið í skólanum. Lét Valdimar nokkuð vel af því. En það væri þó kannski helst að hún þyrfti að skerpa svolítið á stærðfræðinni. Þórarinn svaraði að bragði:

   
„Ég var hræddur um þetta, Valdimar. Hún hefur svo sjaldan komist inneftir í vetur!“

Þetta stórkostlega svar á skilið að komast í sögubækur. Og ekki síður það, að sá sem einna mest hefur gaman af því er Valdimar Gíslason. Enda hefur hann haldið nafni Þórarins mikið á lofti og telur hann hafa verið snilling, sem hann og var. 

   Tekið skal fram, að sögn þessi er ekki í hinni gagnmerku og sérdeilis vel og skemmtilega skrifuðu bók Aðalsteins Eiríkssonar um sögu Núpsskóla. En sú bók er alveg mekantísk, eins og Bör Börsson myndi sagt hafa!  


 

 

Þó glæpasögur séu margar góðar sem slíkar, er hæpið að láta þær verða aðal lesmál þjóðarinnar. Með tilliti til þess hefur Vestfirska forlagið nú ákveðið að skora glæpasögurnar á Hólm! 


Í vestfirskum sagnaarfi er bæði spenna og dramatík, að ekki sé nú talað um húmorinn. Fólk hugsar oft ekki út í þetta. Það talar um þjóðlegan fróðleik með neikvæðum teiknum og jafnvel lítilsvirðingu. Vill frekar lesa í massavís einhverjar spennu- og glæpasögur sem kallaðar eru. En það er ekki síður spenna í því sem gerðist í raun og veru, eða átti að hafa gerst og stundum miklu meiri. 

Glæpa- og spennusögum er hampað í fjömiðlum árið út og árið inn. Það er auðvitað bara ágætt finnst sjálfsagt mörgum. En væri ekki gott að hafa svolítið meira af öðru efni í bland? Mætti ekki vera meira jafnvægi í þeirri umfjöllun?


Fyrsta framlag Vestfirska forlagsins í glæpasögubardaganum er Hornstrandir og Jökulfirðir, alls 5 bækur sem forlagið gaf út fyrir nokkrum árum. Hornstrandabækurnar eru bæði spennandi og skemmtilegar og það sem meira er: Skilja heilmikið eftir til umhugsunar fyrir lesandann. En glæpasögurnar gleypa menn bara í sig með húð og hári og búið á punktum! 

Svo má nefna allar vestfirsku gamansögurnar undir ýmsum nöfnum. Hinn miðlægi vestfirski gagnagrunnur gamansagna hjá Vestfirska forlaginu er orðinn mjög umfangsmikill, eitthvað milli 30-40 bækur. Forlagið verður með mörg leynivopn í átökunum, til dæmis hinar miklu örlagasögur úr Árneshreppi eftir hann Guðlaug Gíslason frá Steinstúni og nefndu það bara! Það er af nógu að taka hér fyrir vestan í þeim bardögum sem framundan eru, eða þannig!

Glæpasögubardaginn er hafinn!Líkt og flestum ef ekki öllum er kunnugt um féllu þrjú stór snjóflóð á nágrannabyggðir okkar Flateyri og Suðureyri rétt um miðnætti í gær. Mikil mildi er að snjóflóðin ullu ekki manntjóni en ein unglingsstúlka grófst undir er annað snjóflóðanna sem féllu á Flateyri lenti á heimili hennar með þeim afleiðingum að svefnherbergið fylltist af snjó. Vaskir björgunarsveitarmenn og fundu hana fljótt og örugglega. Móðir stúlkunnar og systkyni komust út af eigin rammleik og hlutu ekki skaða. Stúlkan hefur ásamt fjölskyldu sinni verið flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar þar sem hún er komin undir læknishendur en hún er ekki alvarlega slösuð. Ljóst er að snjóflóðavarnargarðar hafa varið bæinn fyrir flóðunum en höfnin var ekki í vari og er þar mikið eignatjón, en meirihluti skipa og báta við höfnina slitnuðu frá og sukku. 

Á Suðureyri er ekki mikið eignatjón en snjóflóðið féll niður í sjó sem olli flóðbylgju sem skall á bænum og flætt hefur inn í kjallara sumsstaðar. 

Á stundum sem þessum er gott að finna hversu ríkjandi og einlæg samstaða og náungakærleikur er hér um slóðir og að hvunndagshetjurnar eru margar. Þingeyrarvefurinn sendir hugheilar kveðjur til nágranna okkar og vina í byggðunum hér í kring. 

« 1 af 3 »

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar.

 

Uppsteypu á tæknirýmunum í göngunum kláraðist og byrjað var á að steypa í fyrsta neyðarrýminu ásamt því að einn tengibrunnur fyrir 132 kV jarðstreng Landsnets var steyptur.

 

Nokkuð af efni var keyrt í veginn í göngunum. Haldið var áfram með að grafa skurð fyrir ídráttarrörum sem eru fyrir stýristrengi og lágspennu í hægri vegöxl. Jarðvinna kláraðist fyrir tvö neyðarrými en í heildina eru neyðarrýmin fimm.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá uppsteypt tæknirými, steypumót fyrir neyðarrými og uppsetningu á vatnsvörnum. 

14.01.2020 - 14:16 | Vestfirska forlagiđ

Úr fórum Vestfirska forlagsins: Til upplyftingar!

Sturla Jónsson horfir yfir sinn ástkćra Súgandafjörđ. Ljósm. úr fórum Sigrúnar Sturludóttur og ţeirra systkina.
Sturla Jónsson horfir yfir sinn ástkćra Súgandafjörđ. Ljósm. úr fórum Sigrúnar Sturludóttur og ţeirra systkina.

Af því að veðrið er nú svona eins og það er, ætti að vera vel viðeigandi að reyna að gera mönnum glatt í sinni. Á það nú reyndar við í hvaða veðri sem er,  en sjaldan eins og nú. Munum við því á næstunni birta eina gamansama og fróðlega sögu úr öllum hreppum okkar gömlu Vestur-Ísafjarðarsýslu. Þær eru úr fórum Vestfirska forlagsins.  Sú fyrsta er úr nyrsta hreppnum. H. S.


Haukdalsfranska á Fjórðungsþingi


Einhver nafnkunnasti maður á Suðureyri á 20. öld var Sturla Jónsson hreppstjóri. Sturla var eftirminnilegur persónuleiki. Hann var mikill baráttumaður fyrir Súgandafjörð. Hann sagði oft á þingum og vitnaði þá til þeirra dönsku: „Súgandafjörður besejles ikke.“ Ekki er siglt til Súgandafjarðar. Þetta taldi hann vott þess hversu staðurinn hafði oft verið afskiptur. Notaði það óspart til að fá menn í lið með sér í ýmsum baráttumálum Súgfirðinga. Vitnum nú í Ólaf Þ. Þórðarson, alþingismann, þegar hann minntist vinar síns í Mbl. 12/10 1996:

...
Meira
13.01.2020 - 14:23 |

Ófćrđ

Fćrđ á vegum samkvćmt vef Vegagerđarinnar
Fćrđ á vegum samkvćmt vef Vegagerđarinnar
« 1 af 2 »
Síðustu daga hefur hver krappa lægðin á fætur annarri farið yfir landið með tilheyrandi ofankomu og ófærð. Hér á vestfjörðum er í gildi appelsínugul viðvörun, helstu fjallvegir ófærir og snjófljóðaóvissustig er í gildi. Alls hafa 63 snjóflóð fallið á landinu öllu síðastliðna 10 daga, en af þeim hafa 49 fallið á norðanverðum Vestfjörðum. Útlit er fyrir versnandi veður með kvöldinu og fram eftir degi á morgun þriðjudag en einna mesti vindurinn og ofankoman í spánum er aðfaranótt mánudags og svo aftur á mánudagskvöld fram á þriðjudag.


  Veisla í Lokinhamrabć. Afmćlisdagur bóndans. Frá vinstri: Sigríđur Ragnarsdóttir, Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, Ţingeyri, bróđir Sigurjóns, Guđrún Steinţórsdóttir, Hrafnseyri, Elís Kjaran, Ţingeyri og  Sigurjón G. Jónasson. Ljósm. H. S.
Veisla í Lokinhamrabć. Afmćlisdagur bóndans. Frá vinstri: Sigríđur Ragnarsdóttir, Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, Ţingeyri, bróđir Sigurjóns, Guđrún Steinţórsdóttir, Hrafnseyri, Elís Kjaran, Ţingeyri og Sigurjón G. Jónasson. Ljósm. H. S.
Það var hér á árunum þegar allt var í fári hér fyrir vestan eins og  gerist oft. Rafmagnslaust, símalaust, mjólkurlaust, kaffilaust, brennivínslaust, tóbakslaust, ekkert víðvarp og almennt öryggisleysi dögum að ekki sé sagt vikum saman. 
Þá bjuggu í Lokinhamradal í Auðkúluhreppi í Arnarfirði þau Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum og Sigurjón G. Jónasson á Lokinhömrum, sérfræðingar í sauðfjárrækt. Þetta var fólk sem hafði á sér ákveðinn menningarbrag. Það vandaði málfar sitt og kunni framkomu. Samt höfðu þau aldrei gengið í annan skóla en skóla lífsins á vestfirskum útnesjum. Og í farskóla að vísu í nokkra mánuði. Oft menntaðasta fólkið sem kunnugt er. Það lifir með náttúrunni og umhverfinu. Setur sig aldrei á háan hest. Fylgist ótrúlega vel með öllu sem gerist. Margir hafa borið því vitni, að það sé á við margra ára háskólanám að kynnast þannig menntuðu fólki sem lítt eða aldrei hefur gengið hinn svokallaða menntaveg. ...
Meira

Nú er árinu senn að ljúka og fara þá margir að huga að föstum liðum sem tengjast áramótunum s.s. flugeldum og áramótabrennu. Mörgum þykir ómissandi að hitta vini og vandamenn við brennuna, ylja sér og dáðst að lifandi bálkesti í öruggum aðstæðum. Þá er viðeigandi að fara stuttlega yfir upplýsingar um bálkesti úr Reglugerð um meðferð elds og varna gegn gróðureldum sem gilda um áramótabrennur til að tryggja að allt fari fram með ábyrgum hætti og alli geti notið stundarinnar. 
Samkvæmt reglugerðinni má aðeins safna brennuefni saman á brennustað eftir jól, eða frá 27. desember. Þá er kveðið á um í starfsleyfi heilbrigðiseftirlits um hvað megi brenna, en það er eingöngu: hreint timbur, bækur og pappír. Ekki má brenna meðhöndlað timbur s.s. fúavarið eða málað né spónarplötur eða samlímt timbur.


Rétt er að benda á að um brennu er að ræða en ekki förgunarstað þannig að húsgögn og allt annað sem fólk vill losna við á fara í söfnunargáma, ekki á brennuna.


Ábyrgðarmaður brennunnar í ár hér á Þingeyri er Þórir Örn Guðmundsson: 
„Ég hef tekið að mér að vera ábyrgðarmaður fyrir brennuna að þessu sinni og vonast eftir góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi og vona að allir virði þær reglur og hvaðir sem reglugerð og starfsleyfi setja mér.


Vona að flestir geti safnast saman við brennuna á gamlárskvöld og notið stundarinnar í góðravina hópi. Að venju verður kveikt í bálkestinum kl. 20.20.“

...
Meira
Síđa 1 af 488
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31