A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
10.02.2015 - 16:34 | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Kvenfélagið Von á Þingeyri

Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
« 1 af 4 »

Gunnhildur Björk Elíasdóttir frá Arnarnúpi -Hrauni í Keldudal


Kvenfélagið Von á Þingeyri er með elstu félögum í Dýrafirði.

Það var stofnað 17. febrúar 1907 og hefur starfað óslitið síðan og alltaf haft nóg verkefni. Tilgangurinn var að hlúa að þeim sem einhverra hluta vegna höfðu ekki nóg að bíta og brenna. Félagið hefur allar götur síðan verið virkur þátttakandi í samfélaginu, bæði á gleði- og sorgarstundum.

Eitt af fyrstu verkum félagsins til samfélagsmála var að gefa kr. 50 í kirkjubyggingu á Þingeyri árið 1909 og síðan hefur félagið stutt dyggilega við Þingeyrarkirkju, t.d. séð nánast alveg um kaup á fermingarkyrtlum. Félagið sá um kaffiveitingar á Hrafnseyrarhátíðárið 1911 ognánast allar götur síðan og var einmitt með kaffisölu á Hrafnseyri 17. júní 2011.

Vonarkonur láta sér fátt óviðkomandi. Þær áttu að því frumkvæði á sínum tíma að setja á stofn félagsstarf fyrir eldri borgara á Þingeyri. Lánuðu þær til þess, fyrstu árin, húsnæði sem félagið átti en hefur nú selt, nefnilega Vertshúsið, sem stundum er einfaldlega kallað Kvenfélagshúsið.

Einn er sá siður sem félagið hefur haldið fast í hér á Þingeyri og er ekki að finna víða, það er skólaslitakaffið. Skiptir þá ekki máli hvort Grunnskóla fimmtudegi, alltaf er boðið upp á kaffihlaðborð í Félagsheimilinu að loknum skólaslitunum og vonandi helst sá siður um ókomna tíð.

Kvenfélagið Von var einn af stofnaðilum Eimskipafélags Íslands árið 1914. Ekki voru nú allar félagskonur sammála um það heldur vildu nokkrar konur, og fluttu um það tillögu á fundi, kaupa frekar sjálfar bát, ferju sem gæti verið í flutningum milli Þingeyrar og Bíldudals. Alltaf framsýnar kvenfélagskonurnar, því nú hefur einmitt þessari hugmynd verið hreyft á nýjan leik.

Eins og fram kom í upphafi er félagið mjög sýnilegt í okkar litla en góða samfélagi. Ef þarf að halda ættarmót að sumarlagi er gjarnan hóað í Vonarkonur, eða þegar einhver samborgarinn leggur upp í hinstu ferðina þá eru Vonarkonur ávallt til staðar með sínar margrómuðu veitingar. Allar konur ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni að vera í kvenfélagi, það er fátt sem gleður meira en að geta lagt öðrum lið á erfiðum stundum eða geta gefið samfélaginu til baka afrakstur starfsins.

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31