A A A
  • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
  • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
  • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
17.05.2017 - 13:45 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

Nes­stofa. - Fyrsta lćkna­set­ur og lyfja­búđ lands­ins.
Nes­stofa. - Fyrsta lćkna­set­ur og lyfja­búđ lands­ins.
Bjarni Páls­son land­lækn­ir fædd­ist á Ups­um á Upsa­strönd 17. maí 1719, son­ur Páls Bjarna­son­ar, prests á Ups­um, og k.h., Sig­ríðar Ásmunds­dótt­ur hús­freyju.

Eig­in­kona Bjarna var Rann­veig, dótt­ir Skúla Magnús­son­ar, land­fógeta við Viðey, og k.h., Stein­unn­ar Björns­dótt­ur Thorlacius.
Meðal barna Bjarna og Rann­veig­ar voru Stein­unn, hús­freyja á Hlíðar­enda, kona Vig­fús­ar Þór­ar­ins­son­ar sýslu­manns og móðir Bjarna Thor­ar­en­sen, skálds og amt­manns; Skúli lyfja­fræðinemi sem tal­inn er hafa lát­ist í Kína; Eggert, prest­ur í Staf­holti, og Þór­unn, kona Sveins Páls­son­ar, nátt­úru­fræðings og héraðslækn­is.


Bjarni út­skrifaðist úr Hóla­skóla 1945, lagði síðan stund á nátt­úru­fræði og lækn­is­fræði við Hafn­ar­há­skóla, lauk bacc.phil.-prófi 1748 og ex.med.-prófi „með efsta æru­titli“ 1759.

...
Meira
17.05.2017 - 08:00 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Fá fjórđa bátinn í hvalaskođun

Magnús Guđjóns­son, skip­stjóri og framkvćmdastjóri fyrirtćkisins. Magnús er f.v. kaupfélagsstjóri á Ţingeyri.
Magnús Guđjóns­son, skip­stjóri og framkvćmdastjóri fyrirtćkisins. Magnús er f.v. kaupfélagsstjóri á Ţingeyri.
« 1 af 2 »
Nýr hvala­skoðun­ar­bát­ur í eigu hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ambassa­dor kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri seint í fyrra­kvöld. „Við vor­um rétt tæpa tvo sól­ar­hringa á 910 sjó­mílna leið okk­ar frá Ber­gen í Nor­egi sem verður að telj­ast býsna gott,“ sagði Magnús Guðjóns­son, skip­stjóri og einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins.

Magnús á von á að bát­ur­inn, sem ber nafnið Konsúll, verði tek­inn í notk­un á næstu tveim­ur vik­um en þetta er fjórði bát­ur­inn sem sinn­ir hvala­skoðun hjá Ambassa­dor.

...
Meira
17.05.2017 - 06:37 | Vestfirska forlagiđ,Fréttablađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Selt verđur inn í Skrúđ

Skrúđur í Dýrafirđi.
Skrúđur í Dýrafirđi.
Hefja á töku aðgangseyris í lystigarðinn Skrúð í Dýrafirði í sumar. Framkvæmdasjóður garðsins segir þetta nauðsynlegt vegna þess að ekkert framlag hafi fengist frá ríkinu til Skrúðs á síðustu tveimur árum. 
„Það er því nauðsynlegt að tryggja lágmarks þjónustu og uppbyggingu við Skrúð og ekki neitt í augsýn sem gæti tryggt rekstur hans, annað en gjaldtaka við garðinn,“ segir í bréfi þar sem óskað var heimildar  Ísafjarðarbæjar fyrir því að innheimta  aðgangseyri að Skrúði. Rætt er um að upphæðin verði 300 krónur og að gjaldtakan hefjist 17. júní. 
„Til að bregðast við síaukinni umferð ferðamanna um Skrúð er einnig nauðsynlegt að koma upp bráðabirgðasalernisaðstöðu.“...
Meira
16.05.2017 - 17:58 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er 28 ára í dag - Í fríi frá eldhúsinu

Hermannsdćtur Gunnarssonar úr Dýrafirđi.
Hermannsdćtur Gunnarssonar úr Dýrafirđi.
Ég er stödd á Tenerife, við fjölskyldan erum að þjófstarta sumrinu,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Gunnarssonar, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 og matarbloggari, en hún á 28 ára afmæli í dag. 

„Ég ætla bara að slappa af í dag og reyna að borða eins mikið af góðum mat og ég kemst yfir. Ef maður hittir á réttu staðina hérna þá er hægt að fá mjög góðan mat. Ég hef gaman af því að prófa mat heimamanna, en oft endum við fjölskyldan á því að fá okkur ítalskan mat, sem öllum finnst góður.“
Eva Laufey er með vikulega matreiðsluþætti á Stöð 2 sem heita Í eldhúsi Evu og einnig er hún með matarblogg....
Meira
16.05.2017 - 07:39 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

16. maí 2009 - Jó­hanna Guđrún Jóns­dótt­ir varđ í öđru sćti í Evr­ópu­söngv­akeppn­inni

Dýrfirđingurinn  Jó­hanna Guđrún Jóns­dótt­ir.
Dýrfirđingurinn Jó­hanna Guđrún Jóns­dótt­ir.
Þann 16. maí 2009 varð Dýrfirðingurinn Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir í öðru sæti í Evr­ópu­söngv­akeppn­inni með lagið Is it true?

„Ynd­is­leg­ur dýrðardag­ur,“ sagði Páll Óskar Hjálm­týs­son í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þegar Jó­hanna Guðrún kom til lands­ins var henni fagnað á Aust­ur­velli „eins og þjóðhetju.“...
Meira
16.05.2017 - 07:28 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagiđ

TILFINNINGARÍK STUND

Annika Olsen, borgarstjóri í Ţórshöfn, afhjúpađi listaverkiđ sem er eftir Jón Sigurpálsson.
Annika Olsen, borgarstjóri í Ţórshöfn, afhjúpađi listaverkiđ sem er eftir Jón Sigurpálsson.
Eins og greint var frá í síðustu viku fóru fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps í opinbera heimsókn til Þórshafnar í Færeyjum í síðustu viku. Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að það hafi verið tilfinningarík stund fyrir súðvískt samfélag að afhenda Færeyingum minnisvarða um vináttu færeysku og íslensku þjóðanna. „Það var gott að geta faðmað frændþjóð og þakkað fyrir ómetanlegan stuðning þegar svartnættið var ríkjandi,“ segir Pétur. Eftir snjóflóðin mannskæðu á tíunda áratugnum stóðu Færeyingar í tvígang fyrir þjóðarsöfnun og söfnunarféð var nýtt til að reisa leikskóla í Súðavík og á Flateyri. „Leikskólinn er hjartað í Súðavík, þökk sé Færeyingum,“ segir Pétur....
Meira
15.05.2017 - 07:26 | Björn Ingi Bjarnason,Stjórnarráđiđ,Vestfirska forlagiđ

160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

Frá ađalfundi Landvarđafélagsins í vor. F.v.: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auđlindaráđherra og Júlía Björnsdóttir, landvörđur.
Frá ađalfundi Landvarđafélagsins í vor. F.v.: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auđlindaráđherra og Júlía Björnsdóttir, landvörđur.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.


Aukin landvarsla og umsjón með viðkvæmum svæðum er að mati ráðuneytisins ein skilvirkasta leiðin til að vernda náttúru Íslands nú þegar stefnir í metár í heimsókn ferðamanna til landsins. Viðvera landvarða er einnig öryggismál og er ekki síst mikilvæg á þeim svæðum sem enn vantar upp á að innviðir séu fullnægjandi.

...
Meira
15.05.2017 - 07:08 | Vestfirska forlagiđ,Fjórđungssamband Vestfirđinga,Björn Ingi Bjarnason

Fundargerđir Fjórđungssambandsins

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga heldur fundi mánaðarlega að jafnaði og fjallar um málefni fjórðungsins. Síðasti fundur var 3. maí, boðuð dagskrá fundarins var sem hér segir;


1. Fundargerð stjórnarfundar 23. mars 2017


2. Vestfjarðastofa


3. Sóknaráætlun landshluta


4. Málefni aðildarsveitarfélaga FV


5. Fundur með bæjarstjórn Vesturbyggðar


6. 62. Fjórðungsþing Vestfirðinga


7. Umsagnir til Alþingis


8. Landshlutasamtök sveitarfélaga


9. Önnur mál

...
Meira
Eldri fćrslur
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör