A A A
30.10.2018 - 14:44 | Hallgrímur Sveinsson

Nı bók frá Vestfirska forlaginu

„Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja“


Gleði mikil var ríkjandi á Rauðsstöðum í Borgarfirði, einum af innfjörðum Arnarfjarðar, 14. september 2017. Þá sprengdi samgönguráðherrann okkar, Jón Gunnarsson, fyrstu sprenginguna í gangamunna Dýrafjarðarganga. Í framhaldi af ráðherrasprengingunni sprakk svo ríkisstjórnin um kvöldið. En allir vita að ekkert samband er náttúrlega þar á milli! 


Einar Benediktsson orti:

Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,

án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“


Í þessari handhægu bók er lítillega hugað að sögu jarðanna Rauðsstaða og Borgar við þessi merku tímamót í samgöngusögu Vestfjarða. Þeir góðu og hugrökku menn sem að verkinu standa ásamt gestum og gangandi ættu að hafa gagn og gaman af þeim fróðleik. Gangamunninn er nefnilega aðeins nokkra metra frá bæjarstæði Rauðsstaða og skammt er til Borgar í öllu tilliti. Gangagerðin er samtvinnuð jörðunum tveimur hvernig sem á er litið. En hér er ekki á nokkurn hátt verið að fjalla um göngin sem slík, heldur nánasta umhverfi þeirra Borgarfjarðarmegin.

Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Búnaðarfélags Auðkúluhrepps.

30.10.2018 - 14:00 |

Vika 43 í Dırafjarğargöngum

Í viku 43 voru grafnir 68,2 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði í lok vikunnar var 102,6 m sem er 6,2% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 70,3% af göngunum.

Í upphafi vikunnar kom set niður úr loftinu sem var aðeins til vandræða og voru teknar tvær stuttar færur, þ.e. 3 m í stað 5 m, og þurfti að nota netamottur til að styrkja loftið ásamt bergboltum og sprautusteypu. Þegar setið var komið neðar í sniðinu voru aðstæður til graftar góðar og tókst meðal annars að ná tímanum milli sprenginga undir 8 klukkustundir. Efnið úr göngunum hefur verið notað til að stækka plan við steypustöðina.

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með styrkingar í hægri vegg ganganna. Í lok vikunnar var búið að setja bergbolta á tæplega 1.500 m kafla og sprautusteypa tæplega 800 m langann kafla í heildina.

Engin vegavinna var í gangi í Arnarfirði en í Dýrafirði var lítillega unnið í námum og í veginum. Klárað var að slá upp fyrir nyrðri stöplinum í Mjólkárbrúnni og verður steypt þegar veður leyfir.

Unnið var við að loka og gera klár verkstæði og geymslur ásamt frágangi á skrifstofuhúsnæði.

26.10.2018 - 11:51 |

Mega-Ekspres í Blábankanum

Mega Ekspres
Mega Ekspres

Ekki er þverfótað fyrir viðburðum í firðinum þessa dagana. Á mánudag mun danski stuð dúettinn Mega-Ekspress vera með feikna hressa dagskrá í Blábankanum. Klukkan 16:00 munu þau halda tónlistarvinnusmiðju fyrir fólk á öllum aldri en þar verður farið í alls konar spuna og hljóðsamsetningar. Strax í framhaldinu, klukkan 18:00, halda þau svo tradikómíska tónleika fyrir bæjarbúa. Aðgangur er auðvitað ókeypis og bæjarbúar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna.

Á Soundcloud síðu Mega-Ekspres má hlusta tóndæmi: https://soundcloud.com/mega-ekspres

26.10.2018 - 10:50 |

Sigvaldi Kaldalóns til Şingeyrar

Elfar Logi og Sunna Karen
Elfar Logi og Sunna Karen

Nú á sunnudaginn mun Kómedíuleikhúsið sýna fertugasta og þriðja verk sitt, einleikinn um Sigvalda Kaldalóns, í Félagsheimilinu hér á Þingeyri. Einleikur þessi hefur fengið sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda sem áhorfenda og fær hann til að mynda þrjár og hálfa stjörnu frá leikdómssafni Þorgeirs Tryggvasonar

 

Þetta er vestfirskt verk í alla staði, en Bílddælingurinn Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrir og höfundur verksins og leikari er Þingeyringurinn Elfar Logi Hannesson. Með honum á sviðinu er ísfirska tónlistar- og söngkonan Sunna Karen Einarsdóttir sem flytur margar af ástsælustu perlum Sigvalda. Leikmynd og búninga annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.

 

Sýningin hefst klukkan 15:00. Dýrfirðingar, komum saman í Félagsheimilinu okkar og eigum notalega stund saman.

25.10.2018 - 17:14 |

Fyrsti snjórinn

Şingeyri 25. október 2018
Şingeyri 25. október 2018
Þingeyrarvefurinn er hafsjór af fróðleik og heimildum um mannlífið í Dýrafirði. Það er því ekki úr vegi að skjalfesta hér með að haustið 2018 kom fyrsti snjórinn þann 25. október. Það er þó ekki líklegt að hann staldri lengi við því að á sunnudaginn á að hlána. Meðfylgjandi er hér mynd sem tekin var í morgunsárið.
22.10.2018 - 15:45 |

Dırafjarğargöng - vika 42

Stafninn í Dırafirği eftir fyrstu sprenginguna
Stafninn í Dırafirği eftir fyrstu sprenginguna
« 1 af 2 »

Í vikunni var viðhafnarsprenging í göngunum í Dýrafirði og síðan var farið á fullt með gangagröft. Í lok vikunnar var búið að grafa 34,4 m sem er 1,8 % af leggnum sem er eftir (sem er 1.643,4 m) og er þá búið að grafa 69,6 % af heildarlengd ganganna. Efnið úr göngunum var notað í aðstöðusköpun en enn er unnið í frágangi á svæðinu, skemmum og skrifstofum. Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með lokastyrkingar í hægri vegg.


Allir starfsmenn sem starfa í Dýrafirði eru fluttir yfir frá Arnarfirði.


Engin vegavinna var í gangi í Arnarfirði en í Dýrafirði var lítillega unnið í námum og í veginum. Við Hófsána í Arnarfirði var unnið við mölun á efni sem verður notað í göngunum síðar.


Unnið hefur verið við mótauppslátt og járnalögn í nyrðri stöpli brúarinnar yfir Mjólká og styttist í að hann verði tilbúinn undir steypu.

17.10.2018 - 14:10 |

ATH!

ATH! Vegna óviðráðanlegra orsaka tefst sprengingin við Dýrafjarðargöng til klukkan 20 í kvöld, jafnvel lengur.
17.10.2018 - 12:00 |

Hús á ferğ og flugi

Flestir Dýrfirðingar kannast við húsið að Brekkugötu 5, en fyrrum forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson dvaldist þar mikið á æskuárum sínum. Árið 2008 kviknaði í húsinu og stóð það óhreyft í 6 ár, þangað til ísfirski smiðurinn Magnús Alfreðsson og kona hans Áslaug Helgudóttir keyptu það í þeim tilgangi að gera það upp.

 

Þótti þeim húsið standa óþarflega mikið út á götuna svo Magnús brá á það ráð að steypa nýjar undirstöður undir það, tveim metrum frá götunni. Á dögunum var svo kranabíll fenginn til að færa það. Íbúar sýndu þessu mikinn áhuga þó framkvæmdin stæði yfir á miðjum vinnudegi. Við vorum umkringt nágrönnum hússins og öðrum áhugasömum íbúum á Þingeyri. Það sem meira er þá stukku fram aðstoðarmenn sem hjálpuðu við að stýra húsinu ofan á nýja staðinn sagði Áslaug í samtali við Þingeyrarvefinn. Það voru margir sem gáfu sig á tal við okkur eftir flutninginn, sem lýstu yfir ánægju og áhuga fyrir verkefninu

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húsið er fært til. Það stóð nefnilega fyrstu árin að Lækjarósi og var flutt yfir fjörðinn fyrir rúmlega 100 árum.

Við þökkum þeim Áslaugu og Níelsi kærlega fyrir myndirnar.

Eldri færslur
« Desember »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31