A A A
  • 1935 - Vagna Sólveig Vagnsdóttir
Vikuleg framvinda í viku 24 viğ gangagerğ Dırafjarğarganga
Vikuleg framvinda í viku 24 viğ gangagerğ Dırafjarğarganga
« 1 af 4 »

Í viku 24 voru grafnir 88,7 m í göngunum og er því heildarlengd ganganna nú 2.646,7 m eða 49,9 %. Í vikunni var sama stórstuðlaða basaltlagið á stafni allan tímann. Sprengingar hafa gengið vel og hefur efni verið keyrt beint í fláafleyg.

Haldið var áfram með Hrafnseyrarveg, moldarjarðvegur var tekinn undan og lagður á fyrirhugaða fláalínu neðan vegar og fyllt jafnóðum í vegkassa með sprengigrjóti úr göngum. Undir lok vikunnar var undirstöðum bráðabirgðarbrúar og burðarbitum á Hófsá komið fyrir.

Í Dýrafirði var haldið áfram með borun á presplitt flötum og sprengdar nokkrar færur, þar er jarðfræðin sem fyrr nokkuð fjölbreytt.

17.06.2018 - 12:43 |

Gleğilegan 17. júní

Í dag fagna íslendingar þjóðhátíðardeginum 17. júní sem jafnframt er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar sem fæddur var að Hrafnseyri í Arnarfirði. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins og hefur síðan verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Gleðilega hátíð!...
Meira

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður á nóttinni á virkum dögum, frá miðnætti  til kl. 7:00. Vinnan hefst á miðnætti þann 13 júní (aðfaranótt fimmtudags).

Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með 2-3 vikum. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.
Verğlauna- og viğurkenningahafar fyrir Nısköpun í şjónustu 2018
Verğlauna- og viğurkenningahafar fyrir Nısköpun í şjónustu 2018
Blábankinn, samfélagsmiðstöðin á Þingeyri, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Verðlaun og viðurkenningar voru veittar á ráðstefnunni Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 -„Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“ sem haldin var föstudaginn 9. júní 2018 á Grand Hótel í Reykjavík....
Meira
Línurit yfir vikulega framvindu
Línurit yfir vikulega framvindu
Í viku 23 voru grafnir 86,9 m í göngunum og því lengd ganganna í lok vikunnar 2.557,9 m en það er 48,3 % af heildarlengd ganganna. Í vikunni var þunnt lag af kargabasalti að færast upp eftir sniðinu og var það komið upp í þekjuna í lok vikunnar. Það kom fyrir að bergið væri ekki að springa nægjanlega vel og þar af leiðandi grófust sumar færurnar ekki í fulla dýpt. Breytingar voru gerðar á borholumunstrinu og magni sprengiefnis til að reyna að ná betri sprengingum. Efninu úr göngunum hefur ýmist verið keyrt beint í fláafleyg á vegkaflanum frá munna og niður að Hófsá eða haugsett á vinnslusvæði við Hófsá....
Meira

Kynningarfundur Vegagerðarinnar um fyrirhugaðan veg um Dynjandisheiði verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði mánudaginn 11. júní klukkan 17.00. Allir eru velkomnir.


 


Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði, á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Einnig er fyrirhugað að endurbyggja Bíldudalsveg (63) á kafla sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Hún ásamt Dýrafjarðargöngum er lokahnykkurinn við gerð heilsárshringvegar um Vestfirði.

...
Meira
Vikuframvinda
Vikuframvinda
« 1 af 2 »

Metmánuður var í greftri ganga í maí en s.l. mánuð lengdust göngin um 402,5 m sem er besta mánaðarframvinda hingað til og vert að óska verktakanum til hamingju með það.


Sem fyrr hafa aðstæðar verið góðar í göngunum, þurrt og berg að springa ágættlega. Útskot F kláraðist í vikunni og vel það og er nú unnið í hefðbundnu þversniði. Í viku 22 lengdust göngin um 77,4 m og lengd þá orðin 2.471 m sem er um 46,6% af heildarlengd ganga. Í vikunni fundust ansi góðar leifar af tré í hægri vegg ganga og var þar að sjá skemmtilegar kristallamyndanir sjá ljósmynd, auk þess sem stöku flögur af kopar voru áfastar þessum kristöllum.

...
Meira
Þingeyringar hafa væntanlega orðið áskynja þess að lítið þjónustuhús við tjaldstæðið hefur risið með þónokkru kappi frá áramótum. Húsið er 58 fermetra timburhús, byggt af Vestfirskum verktökum og þykir nokkuð öruggt að útsýni úr stórum gluggum þess muni vekja athygli ferðamanna. Nú glittir í verklok en Ísafjarðarbær greinir frá því á síðu sinni að nýtt og glæsilegt þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Þingeyri verði formlega afhent Ísafjarðarbæ klukkan 15:00 á morgun, laugardaginn 2. júní.
Að afhendingu lokinni verður þeim sem vilja boðið að skoða húsið í bak og fyrir og þiggja kaffi og kleinur.


Eldri færslur
« September »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30