A A A
  • 1934 - Bjarni Kristjánsson
  • 1957 - Sigríđur Helgadóttir
  • 1987 - Leikskólinn Laufás
  • 1993 - Dagbjört Sćvarsdóttir
09.11.2017 - 06:35 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagiđ: - Átta nýjar bćkur koma út á ţessu ári!

Þessa dagana eru að koma út fimm nýjar bækur hjá Vestfirska forlaginu. Fyrr á árinu komu út þrjár. Samtals átta! Bækurnar eru þessar.


100 Vestfirskar gamansögur


Hallgrímur Sveinsson tók saman


Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessa bók köllum við Rauða kverið. 
Verð: 2,800 kr.

...
Meira
07.11.2017 - 06:39 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Dýrafjarđargöng eru orđin 400 metra löng

Dýrafjarðargöng eru orðin 400 metra löng. 

Í síðustu viku voru grafnir 35,2 metrar en gangamenn grófu einnig fyrir 35,2 metra löngu hliðarrými sem meðal annars verður notað sem sandgeymsla. Heildarframvinda síðustu viku var því 67,7 metrar. 

Notast var við tvo bora, annar var í hliðarrýminu en hinn í sjálfum veggöngunum. Nokkur vandamál hafa verið með stæðni í borholum og því hafa verið sprengdar 3 metra færur að hluta í göngunum sem er heldur styttra en venjulega....
Meira
06.11.2017 - 22:06 | Ţórhallur S Gjöveraa,Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Breskir togarar stranda í Önundarfirđi ţann 6. nóvember 1912.

Breski togarinn Crusader H 5 á strandstađ nokkru innan viđ ţorpiđ á Flateyri í Önundarfirđ og rétt innan viđ Hvilfti í nóvember 1912. Lengst til vinstri er bćrinn Hóll á Hvilftarströnd. (C) Handels & Söfart museets.dk
Breski togarinn Crusader H 5 á strandstađ nokkru innan viđ ţorpiđ á Flateyri í Önundarfirđ og rétt innan viđ Hvilfti í nóvember 1912. Lengst til vinstri er bćrinn Hóll á Hvilftarströnd. (C) Handels & Söfart museets.dk
Mikið ofsaveður gekk yfir Vestfirði 6. nóvember árið 1912, sem stóð stutt yfir. 

Í kjölfar þess, leituðu margir togarar í var inn á firðina og lágu þar við akkeri á meðan veðurofsinn gekk yfir. Þrír þeirra, breskir, slitnuðu upp og ráku á land í Önundarfirði. Tveir þeirra komust á flot á næsta flóði, en sá þriðji, Hulltogarinn Crusader H 5 sat fastur rétt innan við þorpið á Flateyri. 

Björgunarskipið Geir var sent vestur til aðstoðar togaranna. Náði Geir að draga Crusader á flot þremur dögum síðar. Töluverðar skemmdir höfðu orðið á togaranum við strandið, sem gert var við til bráðabirða á Flateyri og dró síðan Geir togarann til Reykjavíkur....
Meira
06.11.2017 - 21:59 | Ţórhallur S Gjöveraa,Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Togaraströnd viđ Vestfirđi ţann 6. nóvember 1912

Crusader H 5 á strandstađ nokkru innan viđ Flateyri í Önundarfirđi og rétt innan viđ Hvilft.   (C) Handels & Söfart museets.dk
Crusader H 5 á strandstađ nokkru innan viđ Flateyri í Önundarfirđi og rétt innan viđ Hvilft. (C) Handels & Söfart museets.dk
Fyrstu daga nóvembermánaðar árið 1912 var ríkjandi norðan og norðaustan hvassviðri við Vestfirði. Leituðu þá margir erlendir togarar í var inn á firðina þar. 6 nóvember gerði ofsaveður á þessum slóðum, sem stóð aðreins í nokkrar klukkustundir. Slitnuðu þá sex erlendir togarar upp og rak þá í srtand.

Þrír þessara togara strönduðu við Önundarfjörð. Náði einn þeirra sér strax á flot aftur og sigldi þá til hafs. Annar komst á flot á næsta flóði, en nokkrar skemmdir höfðu orðið á honum svo hann var ósjálfbjarga. Þriðji togarinn sat fastur á strandstað sínum, en skipshöfnin komst í land á björgunarbátnum.

Tveir breskir togarar strönduðu við Patreksfjörð....
Meira
06.11.2017 - 20:41 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Ţetta gerđist 6. nóvember 1796: - Dómkirkjan í Reykjavík vígđ  

Dómkirkjan og Alţingishúsiđ viđ Austurvöll í Reykjavík.
Dómkirkjan og Alţingishúsiđ viđ Austurvöll í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík var vígð þennan dag árið 1796 og var fyrsta byggingin sem reist var sérstaklega með tilliti til þess að Reykjavík skyldi verða höfuð- staður landsins. 

Tæpri öld síðar var svo Alþingishúsið reist þétt við kirkjuna. Séra Þórir Stephensen skrifaði sögu Dómkirkjunnar sem kom út árið 1996. Þar segir hann að Dómkirkjan og Alþingishúsið hafi myndað heild í hugum landsmanna og táknað órofa samhengi laga og siðar í landinu. ...
Meira
06.11.2017 - 20:25 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 Ólafur Hannibalsson (1935 - 2015).
Ólafur Hannibalsson (1935 - 2015).
Ólaf­ur Hanni­bals­son fædd­ist á Ísaf­irði 6. nóv­em­ber 1935. For­eldr­ar hans voru Sól­veig Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, f. 1904 á Strand­selj­um í Ögur­sveit, d. 1997, og Hanni­bal Gísli Valdi­mars­son, alþing­ismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arn­ar­dal við Skutuls­fjörð, d. 1991.

Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni árið 1956 og stundaði nám við há­skól­ann í Delaware í Banda­ríkj­un­um og við hag­fræðihá­skól­ann í Prag í Tékklandi á ár­un­um 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loft­leiðum í New York, var rit­stjóri Frjálsr­ar þjóðar 1964-1970, með árs­hléi 1968 þegar hann vann að haf­rann­sókn­um. Hann var skrif­stofu­stjóri ASÍ 1971-1977. Ólaf­ur var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1995-1999.

...
Meira
06.11.2017 - 07:01 | Vestfirska forlagiđ,Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

-Allt ţetta fólk Ţormóđsslysđ 18. febrúar 1943 - Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman.

« 1 af 2 »
Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir.
Fjöldi manna lifði í skugga þess alla sína tíð. Hér er í fyrsta sinn fjallað um þennan mikla harmleik í heild eftir öllum tiltækum heimildum. Séra Jakob hefur tekið bókina saman að hvatningu margra afkomenda þeirra sem fórust með Þormóði.
Frásögn hans 
lætur fáa ósnortna. ...
Meira
05.11.2017 - 08:25 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Hlynur Sigtryggsson

Hlynur Sigtryggsson (1921 - 2005).
Hlynur Sigtryggsson (1921 - 2005).
« 1 af 2 »
Hlynur fæddist á Núpi í Dýrafirði 5. nóvember 1921. Foreldrar hans voru hjónin Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir, kennari og húsfreyja, frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, og skólastjóri á Núpi, frá Þröm.

Systir Sigtryggs var Friðdóra, móðir Finns Sigmundssonar landsbókavarðar, afa Hallgríms Geirssonar, lögmanns og fyrrv. stjórnarformanns Árvakurs.


Bróðir Hlyns er Þröstur, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni og einn þeirra fræknu skipherra sem stóðu í ströngu í Þorskastríðunum á áttunda áratugnum.


Eiginkona Hlyns var Jakobína Guðríður Bjarnadóttir sem lést haustið 1970 en dóttir þeirra er Ragnheiður Ingibjörg sálfræðingur, f. 1952.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör