A A A
  • 1918 - Áslaug Sólbjört Jensdóttir
  • 1965 - Ţröstur Kjaran Elísson
  • 1993 - Hákon Sturla Unnsteinsson
18.08.2017 - 17:43 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,ruv.is,Vestfirska forlagiđ

Stćrđar langeldur og flóttagöng í Arnarfirđi

Frá Hrafnseyri viđ Arnarfjörđ.
Frá Hrafnseyri viđ Arnarfjörđ.

Sextíu metra löng flóttagöng eru meðal þess sem hefur fundist við fornleifauppgröft í Arnarfirði. Þau eru líklega byggð á Sturlungaöld til að forða mönnum frá brennandi húsum.


Stærsti langeldur sem hefur fundist?


Verkefnið Arnarfjörður á miðöldum hófst árið 2011 en það reyndust svo vera landnámsminjar sem hafa komið í leitirnar. Í sumar var opnaður landnámsskáli á Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir er fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða og fer fyrir verkefninu: „Það sem við höfum fundið undanfarna daga er mjög stór langeldur, bara með stærstu langeldum sama hafa fundist held ég. - Hvað er hann langur? - Hann er allavega fjórir metrar.“ Ekki er ljóst hversu stór skálinn er en hann er minnst 20 metrar. Á meðan fréttamaður var viðstaddur fannst blá perla til viðbótar við aðra sem fannst í gær: „Miðað við útlitið á skálanum og þessar perlur sem við höfum verið að finna núna þá er þetta frá 10. öld en auðvitað getum við ekki fullyrt fyrr en frekari úrvinnsla fer fram.“


60 metra flóttagöng

...
Meira
18.08.2017 - 17:35 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

Menntaskólinn á Ísafirđi var settur í dag

Frá skólasetningunni. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Frá skólasetningunni. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
« 1 af 10 »

48 nýnemar hófu nám við Menntaskólann á Ísafirði í dag, föstudaginn 18. ágúst 2017, en alls eru nemendur þessa haustönn 254.
Fjarnámsnemar eru orðnir 114 og enn er verið að afgreiða umsóknir um fjarnám, en skólinn er eins og undanfarin ár í samstarfi við 12 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni undir merkjum Fjarmenntaskólans. Hlutfall starfs- og verknáms er hátt eins og oftast áður í MÍ eða um 36%. 
Auk bóknámsbrauta verða nemendur á 7 starfs- og verknámsbrautum í haust.


Að sögn skólameistara, Hildar Halldórsdóttur munu 16 nemendur hefja nám í húsasmíði en hún verður að þessu sinni kennt í lotubundnu fjarnámi með dagskólakennslu. 
Frá árinu 2014 hefur skólinn boðið upp á skipstjórnarnám í lotubundu fjarnámi í samstarfi við Tækniskólann sem hefur gefist vel og aðsókn í það nám hefur verið góð.


Hildur segir heimavistina vel nýtta og aðeins örfá herbergi laus.

...
Meira
18.08.2017 - 17:27 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

ÁGÚST G. ATLASON LJÓSMYNDARI ER BĆJARLISTAMAĐUR ÍSAFJARĐARBĆJAR 2017

Ágúst G. Atlason. Mynd: Magnús Andersen
Ágúst G. Atlason. Mynd: Magnús Andersen

Við hátíðlega athöfn á Suðureyri að kvöldi þess 11. ágúst sl. var Ágúst G. Atlason ljósmyndari tilnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2017.


Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ er tilnefning rökstudd með þessum hætti:


 „Ágúst G. Atlason er ljósmyndari frá Mediaskolerne i Viborg og hefur um nokkurra ára skeið lagt ljósmyndalistinni til hæfileika sína og skrásett á mynd jafnt mannlíf, landslag, veðurfar og mannvirki í bæjarfélaginu og víðar með mikilli natni, svo að víða er tekið eftir.


 Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur að þótt ljósmyndalistinni hafi verið vel sinnt í bæjarfélaginu í gegnum tíðina og að nokkrir þekktustu ljósmyndarar landsins hafi verið og séu úr bæjarfélaginu og hafi skilið eftir sig mikla sögu sem mun varðveitast til framtíðar, hafi Ágúst síst látið sitt eftir liggja þegar kemur að einstökum ljósmyndum úr náttúru og mannlífi Vestfjarða.


 Ágúst hefur næmt auga fyrir fegurðinni sem er í kringum okkur og hefur jafnframt verið afkastamikill við að vekja athygli á henni og á fyrir það skilið sérstaka viðurkenningu sem nefndin veitir hér með með þakklæti auk þess sem Ágúst er hvattur til að halda áfram góðu starfi.“

...
Meira
17.08.2017 - 19:52 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirđir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 -seinni hluti

Fréttamenn Rúv á Ísafirđi ţau Sigríđur Guđfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson ţann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friđleifsdóttir.
Fréttamenn Rúv á Ísafirđi ţau Sigríđur Guđfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson ţann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friđleifsdóttir.

   Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flutti hátíðarræðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní á fæðingarstað Jón Sigurðssonar, en þá voru liðin 180 ár frá fæðingu hans. Sigurbjörn biskup lagði meðal annars út af því í ræðu sinni, að íslendingar mættu ekki glata sjálfstæði sínu í dansinum kringum gullkálfinn og þjóðin þyrfti að endurmeta Jón Sigurðsson og rifja upp sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Ræða dr. Sigurbjörns var eftirminnileg öllum sem á hlýddu.


     Fjöldi ferðamanna sótti okkur heim í sumar, bæði innlendir og erlendir og er vaxandi skilningur á því hjá heimamönnum, að þjónusta við ferðamenn getur gefið nokkuð í aðra hönd, ef vel er á haldið.


     Olíufélagið hf. og Kaupfélag Dýrfirðinga tóku í notkun stóran og veglegan veitingaskála á Þingeyri og mun hann bæta úr brýnni þörf. Olíufélagið hf. sýndi Íþróttafélaginu Höfrungi þann velvilja að gefa því gamla söluskálann og verður hann notaður sem búningsklefi við íþróttavöllinn á Þingeyri. Gjöf þessa má meta á nokkur hundruð þúsund krónur.

...
Meira
17.08.2017 - 06:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Hverjir eru bestu vinir Íslands?

Tingnes í Ţórshöfn ţar sem Landsţing Fćreyja hefur ađsetur.
Tingnes í Ţórshöfn ţar sem Landsţing Fćreyja hefur ađsetur.
« 1 af 2 »

Bandaríkin hafa oft reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina, enda landið á áhrifasvæði þeirra. Og haukur í horni reyndist Roosevelt forseti okkur þegar við vorum að basla við að stofna lýðveldið. Sama má segja um Breta og fleiri svokallaðar vinaþjóðir okkar.


   Korteri fyrir hrun neituðu Bandaríkin að rétta okkur hjálparhönd yfir hafið með nokkurra dollara lánalínu. Sem voru bara strætópeningar fyrir þá. Og hvað gerðu Bretar. Settu á okkur hryðjuverkalög! Og hinar Norðurlandaþjóðirnar? Kannski áttu þær bara nóg með sig.


   Aftur á móti Færeyingar.

...
Meira
17.08.2017 - 06:41 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirđir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 - fyrri hluti

Finnbogi Hermannsson.
Finnbogi Hermannsson.

  Þetta voru ávarpsorð Svæðisútvarps Vestfjarða í upphafi útsendinga. Margir sjá eftir Svæðisútvarpinu og Finnboga Hermannssyni og mörgum sem með honum störfuðu. Halla Ólafsdóttir, sú góða útvarpskona, heldur uppi merkinu núna og stendur sig afbragðsvel. Spurningin er þessi: Kemur Svæðisútvarpið einhverntíma aftur? 


    Hallgrímur Sveinsson var fréttaritari Útvarps í Þingeyrarhreppi í allmörg ár. Í upphafi árs 1992 flutti hann eftirfarandi pistil í Svæðisútvarpið um annál ársins 1991 úr Þingeyrarhreppi:

...
Meira
16.08.2017 - 18:36 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

LISTAMANNASPJALL Í HÖMRUM

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði bjóða til listamannaspjalls í Hömrum í kvöld, 16. ágúst 2017.


Í sumar hafa fjölmargir listamenn dvalið í vinnustofunum sem starfræktar eru á tveimur stöðum í bænum, við Aðalstrætið og á Engi og er óhætt að segja að þeir hafi sett svip sinn á bæinn og mannlífið. Áður en gestir vinnustofanna halda aftur til síns heima eða til móts við frekari ævintýri annarsstaðar bjóða þeir gestum að njóta afraksturs vinnu sinnar á Ísafirði með uppákomu sem þessari.


Það er fjölbreyttur og hæfileikum hlaðinn hópurinn sem kemur fram að þessu sinni. Tónlistarhjónin Ásdís Valdimarsdóttir og Michael Stirling laða fram tóna á strengi sína. Rithöfundurinn, sagnfræðingurinn og skáldið Þórunn Jarla Erlu- og Valdimarsdóttir les upp úr óútkomnum verkum og hollenski tónlistarmaðurinn Lucas Kloosterboer flytur nokkur verka sinna.


Spjallið fer fram á íslensku og ensku. Í lokin verður hægt að spyrja listamennina út í verk þeirra. 

Ókeypis er á viðburðinn sem hefst klukkan 20 og er hann öllum opinn.

...
Meira
16.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Áslaug Helgudóttir

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharđsson

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.
Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.
Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3.júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16.september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum. 
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins.
...
Meira
Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör